Útfrá leiklistar sjónarmiði, hver voru áhrif braggamenningar á Íslenskt samfélag?

 
 
Verkefnið einblínir á braggasamfélagið á Íslandi og hvernig bæði bretar og ameríkanar höfðu áhrif á íslenskt samfélag eftir að þeir fóru.
 
Eftir að þeir fóru fluttust íslendingar inn í braggana vegna húsnæðiseklu og átti það að vera skammtímalausn, svo varð hinsvegar ekki. Í braggasamfélaginu var mikið um fátækt og aðrir sem bjuggu í ,,venjulegum‘‘ húsum litu niður á braggabúa.
 
 
Amma mín bjó í bragga þegar hún var aðeins fjórtán ára gömul og verkefnið byggist mikið á hennar frásögnum. Viðtal var tekið við hana og notast við það í gegnum ferlið.
 
Ég kenndi síðan sjö kennslustundir í Borgarholtsskóla á öðru stigi. Nemendur fengu þar tækifæri til þess að kynnast braggamenningunni og læra nýjar leikhús aðferðir.
 
Það sem var einna helst tekið fyrir var heimildaleikhús, notast var síðan var æfingar og kenningar Augusto Boal í ferlinu. Þessar tvær aðferðir geta vel hangið saman og því auðvelt að tengja. Nemendur fengu síðan að búa til atriði útfrá viðtalinu þar sem þau léku, þetta atriði varð síðar hluti af miðannarmati hjá þeim og því gildi það til einkunnar.
 
Eftir kennsluna virtust nemendur ánægðir með afraksturinn og flestir sögðust getað notast við þessar aðferðir í framtíðinni.
 
 
sveinsdottirelin [at] gmail.com
Leiðbeinandi: Ása Helga Ragnarsdóttir
2017