Sláðu inn leitarorð
Elín Dagný Kristinsdóttir
„Við erum ekki bara konur sem viljum vera góðar“
„Við erum ekki bara konur sem viljum vera góðar“
Verkið hverfist um upptökur, ljósmyndir og sögulega gripi sem endurspegla viðhorf samfélagsins til starfs hjúkrunarfræðinga og hið raunverulega hjúkrunarstarf. Rannsókn leiddi í ljós að mikið ósamræmi er á milli starfs hjúkrunarfræðinga og þeirra hugmynda sem eru á sveimi úti í samfélaginu um störf þeirra. Þær hugmyndir virðast byggja að miklu leyti á fornum hugmyndum og frásögum um umhyggjusamar konur, góðmennsku þeirra og mýkt. Í verkinu er uppspretta staðalímyndarinnar dregin fram og teflt gegn þeirri efnismenningu og reynslu sem hjúkrunarfræðingar dagsins í dag tengja mun betur við.

