„Við erum ekki bara konur sem viljum vera góðar“

Verkið hverfist um upptökur, ljósmyndir og sögulega gripi sem endurspegla viðhorf samfélagsins til starfs hjúkrunarfræðinga og hið raunverulega hjúkrunarstarf. Rannsókn leiddi í ljós að mikið ósamræmi er á milli starfs hjúkrunarfræðinga og þeirra hugmynda sem eru á sveimi úti í samfélaginu um störf þeirra. Þær hugmyndir virðast byggja að miklu leyti á fornum hugmyndum og frásögum um umhyggjusamar konur, góðmennsku þeirra og mýkt. Í verkinu er uppspretta staðalímyndarinnar dregin fram og teflt gegn þeirri efnismenningu og reynslu sem hjúkrunarfræðingar dagsins í dag tengja mun betur við. 

verandi_vera_being_-_individual_pieces-3.jpg
1._elin_dagny_kristinsdottir_elink19lhi.is-8.jpg