Elías Beck Sigurþórsson
Á grunni þess sem áður var
 
Gróðurhúsin hafa lengi verið ímynd Hveragerðisbæjar. Undanfarna áratugi hefur ylræktarstarfsemin þó dregist verulega saman og á Friðarstöðum standa nokkur af gróðurhúsum bæjarins sem eru í niðurníðslu. Með því að varðveita upprunalega grunna gróðurhúsanna og innleiða nýja starfsemi sem leggur grunn að því sem koma skal, er markmiðið að endurlífga anda og grósku staðarins. Ásamt veitingastað, ræktunaraðstöðu og útisvæði fyrir almenning sameinar aðsetrið kokka og aðra listamenn þar sem áhersla er lögð á að vinna með það hráefni sem staðurinn gefur af sér. Vistarverur listamanna eru hvíldarstaður þar sem hráleiki í efnisvali, vatn og nálægð við náttúruna ýtir undir jarðtengingu í skjóli frá umstangi nútímasamfélags.
 
Staðsetning: Friðarstaðir