Ungir einleikarar 2020
 

Nokkuð löng hefð er fyrir því að ungt tónlistarfólk stigi á svið með Sinfóníuhljómsveit Íslands og þreyti frumraun sína í hlutverki einleikara eða -söngvara með hljómsveitinni.  

Á áttunda áratug síðustu aldar hófst formlegt samstarf Tónlistarskólans í Reykjavík og Sinfóníuhljómsveitarinnar. Það fólst m.a. í því að fyrri hluti einleikaraprófs nemenda frá skólanum var fólginn í framkomu með hljómsveitinni og hélst þessi hefð allt fram yfir síðustu aldamót.  Við stofnun tónlistardeildar LHÍ árið 2001 breyttist umhverfi tónlistarmenntunar og þar með einnig hlutverk og þátttaka Sinfóníuhljómsveitar Íslands í lokaprófum tónlistarflytjenda.  

Þáttaskil í sögu keppninnar 

Árið 2003 urðu viss þáttaskil í þessari sögu, en þá komu fram á tónleikum síðustu einleikaraprófsnemendur Tónlistarskólans í Reykjavík ásamt fyrsta diplómaprófsnemanda tónlistardeildar, Elfu Rún Kristinsdóttur.  

Árið 2004 gerðu Sinfóníuhljómsveit Íslands og Listaháskólinn með sér samkomulag um framkvæmd keppninnar, en það ár og árið 2005 komu einvörðungu fram nemendur úr tónlistardeild LHÍ á tónleikum ungra einleikara. Tónleikarnir voru ekki lengur hluti af lokaprófi, heldur orðnir hápunktur á samkeppni um að koma fram með hljómsveitinni.  

Dómnefnd skipuð fulltrúum frá Sinfóníuhljómsveitinni og LHÍ 

Haustið 2005 var gerð breyting á forvali keppenda og keppnin opnuð öllum íslenskum tónlistarnemendum á bakkalárstigi óháð því í hvaða tónlistarskóla þeir stunduðu nám sitt. Keppendur þurfa að auki að vera íslenskir ríkisborgarar eða erlendir ríkisborgarar og hafa verið búsettir á Íslandi í að minnsta kosti eitt ár. Dómnefnd, skipuð fulltrúum frá Sinfóníuhljómsveit Íslands og Listaháskólanum, getur valið allt að fjóra þátttakendur sem koma fram á tónleikunum.  

Nú eru enn ein tímamótin í samkeppni ungra einleikara. Þátttökuskilyrðum verður breytt eftir ítarlega endurskoðun og þá verður keppnin einnig haldin með breyttu sniði. Keppnin hefur verið opnuð  nemendum á öllum stigum háskólanáms í tónlist, þ.e. bakkalárstigi-, meistara og doktorsstigi. Aldurstakmark hefur einnig verið afnumið. Þessar breytingar eru gerðar með þróun tónlistarnáms á háskólastigi 
hér á landi til hliðsjónar og opnar enn frekari möguleika allra sem það stunda. Keppnin fer nú fram í tveimur umferðum. Í fyrri umferð eru umsækjendur metnir eftir innsendum myndbandsupptökum og  
þeir umsækjendur sem komast áfram eru boðnir í aðra umferð keppninnar.  

Sigurvegarar koma fram á Tónleikunum Ungir einleikarar sem að öllu jöfnu eru haldnir í Eldborgarsal Hörpu. 
Ný reglugerð hefur verið birt á vef LHÍ og má nálgast hér. 

 

2022

Birkir Örn Hafsteinsson, klarinett
Ingibjörg Ragnheiður Linnet, trompet
Hanna Ágústa Olgeirsdóttir, söngur
Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir, söngur

2021

Íris Björk Gunnarsdóttir, söngur
Jóhanna Brynja Ruminy, fiðla
Jón Arnar Einarsson, básúna
Marta Kristín Friðriksdóttir, söngur

2020

Kristín Ýr Jónsdóttir, þverflauta
Sólveig Vaka Eyþórsdóttir, fiðla
Flemming Viðar Valmundsson, harmóníka
Gunnar Kristinn Óskarsson, trompet

2019

Guðbjartur Hákonarson, fiðla
Harpa Ósk Björnsdóttir, söngur
Hjörtur Páll Eggertsson, selló
Silja Elsabet Brynjarsdóttir, söngur

2018

Ásta Kristín Pjetursdóttir, víóla
Bryndís Guðjónsdóttir, söngur
Guðmundur Andri Ólafsson, horn
Romain Þór Denuit, píanó

2017

Auður Edda Erlendsdóttir, klarínett
Herdís Mjöll Guðmundsdóttir, fiðla
Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir, selló
Jóna G. Kolbrúnardóttir, söngur

2016

Heiðdís Hanna Sigurðardóttir, söngur
Ragnar Jónsson, selló
Sigríður Hjördís Indriðadóttir, flauta
Jónas Ásgeirsson, harmoníkka

2015

Baldvin Oddsson, trompet
Erna Arnardóttir, píanó
Lilja Ásmundsdóttir, píanó
Steiney Sigurðardóttir, selló

2014

Sölvi Kolbeinsson, saxófónn
Baldvin Ingvar Tryggvason, klarínetta
Björg Brjánsdóttir, flauta 
Rannveig Marta Sarc, fiðla

2013

Einar Bjartur Egilsson, píanó
Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir, selló
Unnsteinn Árnason, söngur
Sólveig Steinþórsdóttir, fiðla

2012

Crissie Thelma Guðmundsdóttir, fiðla
Elín Arnardóttir, píanó
Hrafnhildur Árnadóttir, söngur
Ísak Ríkharðsson, fiðla

2011

Andri Björn Róbertsson, söngur
Birgir Þórisson, píanó
Jane Ade Sutarjo, píanó

2010

Helga Svala Sigurðardóttir, flauta
Matthías Sigurðsson, klarínetta

2009

Bjarni Frímann Bjarnason, fiðla
Hulda Jónsdóttir, fiðla
Nathalía Druzin Halldórsdóttir, söngur

2008

Theresa Bokany, fiðla
Joakim Páll Palomares, fiðla
Arngunnur Árnadóttir, klarínetta
Hákon Bjarnason, píanó

2007

Egill Árni Pálsson, söngur
Grímur Helgason, klarinett
Eygló Dóra Davíðsdóttir, fiðla

2006

Jóhann Nardeau, trompet
Júlía Mogensen, selló
Guðný Jónasdóttir, selló
Gunnhildur Daðadóttir, fiðla

2005

Hafdís Vigfúsdóttir, flauta
Sólveig Samúelsdóttir, söngur

2004

Melkorka Ólafsdóttir, flauta
Gyða Valtýsdóttir, selló
Helga Björgvinsdóttir, fiðla
Ingrid Karlsdóttir, fiðla