Ég gæti alveg eins bara notið þess
Regn Sólmundur Evudóttir

Svo fór ég að pæla í stjörnunum. Ég er bara ryk í eyðimörkinni, en á sama tíma eru fleiri taugafrumur í heilanum mínum en stjörnur í vetrarbrautinni. Er það ekki magnað?!
Við erum bara núna. Við getum munað eftir líðandi stundum og ímyndað okkur framtíðina. En við erum alltaf bara núna. Það er allt að gerast samtímis (held ég). Engin línuleg frásögn… og ég gæti alveg eins bara notið þess.

Facebookviðburður

regn_poster.jpeg

Regn Sólmundur Evudóttir

Regn Sólmundur er 24 ára myndlistakvár sem er á útskriftarári í BA við myndlistardeild í LHÍ. Hán hefur sýnt á 18 samsýningum og sýningin Ég gæti alveg eins bara notið þess verður önnur einkasýning háns. Hán hefur gaman að naflaskoðun og youtubevídjóum,