Í sjónlistanámskeiðinu skoða nemendur ákveðin listahugtök til þess að þróa fjölbreyttar kennsluaðferðir. Námskeiðið er hugsað sem tilraunastofa þar sem nemendur varða eigin leið að því að skapa sjálfstæðan og skapandi vinnuanda í kennslustofu.  

Í Efnisheiminum verða skoðaðar mismunandi aðferðir til að móta skúlptúr. Nemendur læra hvernig efniseiginleikar mismunandi efna bjóða upp á ákveðna möguleika eða hafa takmörk á mótun þrívíðra verka. Námskeiðið er tilraunastofa þar sem nemendur handleika mismunandi efni í tímanum til að þróa eigin kennsluaðferðir.
 

Námsmat:
Kennari: Hye Joung Park
Deild: Listkennsludeild
Tímabil: 22. september til 27. október 2022
Staður og stund: Laugarnes, fimmtudaga kl. 13:00-15:50
Einingar: 4 ECTS
Forkröfur: BA próf eða sambærilegt nám
Verð: 49.000 kr. (án eininga) / 61.200 kr. (með einingum) 

Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara. Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda. 
Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri listkennsludeildar, olofhugrun [at] lhi.is 545 2249 

Vinsamlegast athugið að skólinn er lokaður í júlí og unnið verður úr umsóknum í ágúst 

Umsóknareyðublað