Eduroam er kerfi samtengdra auðkenningarþjóna hjá rannsókna- og háskólanetum víðsvegar í heiminum. Tenging þessa kerfis við Ísland er í gegnum RHnet, Rannsókna- og háskólanets Íslands ehf.

Með tengingu við Eduroam, geta notendur háskóla og rannsóknastofnana tengst netum annara Eduroam tengdra aðila víðs vegar um heiminn, með því að auðkenna sig við eigin auðkenningarþjóna. Viðkomandi háskóli eða rannsóknarstofnun veitir einnig utanaðkomandi aðilum (þ.e. aðilum frá öðrum Eduroam tengdum stofnunum) aðgang að sínu eigin neti undir sömu formerkjum.

Uppsetningarferli Eduroam:

  1. Þú nærð þér í skrá hér fyrir neðan sem þú keyrir svo upp í því tæki sem á að tengjast eduroam, vertu viss um að velja rétt stýrikerfi. (MacOS, Windows, Linux, IOS eða Android)
  2. Keyrðu skrána fyrir Eduroam hugbúnaðar uppsetningu.
  3. Tengdu þig við eduroam þráðlaust net.

NB! Einungis 2 tæki geta verið tengd á sama tíma.

Hér er slóð á uppsetningarskrár fyrir eduroam fyrir Listaháskóla Íslands.
Veljið Listaháskóla Íslands( Iceland University of the Arts) og viðeigandi stýrikerfi.

Hér má sjá kort af þeim stöðum sem bjóða upp á tengingu við eduroam net.

Leiðbeiningar og uppsetningarskrár 

Windows stýrikerfi

Leiðbeiningar Widows  

Windows 10
Uppsetningarskrá

Windows 8
Uppsetningarskrá

Windows 7
Uppsetningarskrá

Macintosh stýrikerfi

Leiðbeiningar Mac OS 
Uppsetningarskrá

Linux stýrikerfi

Leiðbeiningar
Uppsetningarskrá

Chrome OS

Leiðbeiningar
Eftir að hafa náð í skrána hér fyrir neðan opnið Chrome vafrann og opnið þessa slóð:
chrome://net-internals/#chromeos.
Notið síðan 'Import ONC file' hnappinn.
Uppsetningin gerist í bakgrunni og réttar skilgreiningar eru settar inn á símann.
Uppsetningarskrá

Símar og spjaldtölvur.

iPhone og iPad

Leiðbeiningar
Uppsetningarskrá

Android

Áður en þið setjið skrána upp á Android síma, verið viss um að eduroamCAT appið sé uppsett á símanum.
Það er hægt að nálgast appið hér: Google Play, Amazon Appstore, og á þessari síðu
Notið síðan Uppsetningarskrána til að setja inn réttar stillingar.
Leiðbeiningar

Q 10 Uppsetningarskrá
Pie 9 Uppsetningarskrá
Oreo 8 Uppsetningarskrá
Nougat 7 Uppsetningarskrá
Marshmallow: 6.0–6.0.1 Uppsetningarskrá
Lollipop: 5.0–5.1.1 Uppsetningarskrá
Kitkat: 4.4–4.4.4, 4.4W–4.4W.2 Uppsetningarskrá
JellyBean: 4.1–4.3.1 Uppsetningarskrá