Tónlistardeild LHÍ er þátttakandi í alþjóðlegu verkefni sem styrkt er af uppbyggingarsjóði EES.

Verkefnið sem um ræðir ber nafnið: Edu-Action 2022-2023 og snýr að þróun kennsluhátta sem lúta að félagslegri inngildingu og þróun á fjarkennslu. 

Verkefnið er leitt af Tónlistarakademíu J.I. Paderewski í Poznan og aðrir þátttakendur eru auk Listaháskóla Íslands, Menntaskóli í tónlist, tónlistardeild háskólans í Agder í Kristiansand, Skien kuturskole og Karol Marcinkowski University of Medical Science í Poznan. 

Afrakstur verkefnisins mun m.a. birtast í greinum tengdum inngildingu, nótnaútgáfu með punktaletri (Braille), opnum kennslustundum og fyrirlestrum á netinu ásamt hefðbundnum nemenda- og kennaraskiptum. 

Uppbyggingarsjóður EES er fjármagnaður af stjórnvöldum Noregs, Íslands og Liechtenstein. Markmið sjóðsins er að draga úr félagslegum og efnahagslegum ójöfnuði innan Evrópska efnahagssvæðisins og efla tvíhliða samstarf milli EFTA ríkjanna innan EES og fimmtán viðtökuríkja sjóðsins í Evrópu.

 

MYNDEFNI FRÁ SAMSTARFSVERKEFNI UPPBYGGINGARSJÓÐS