Útskriftartónleikar // Katrín Helga Ólafsdóttir
Þriðjudaginn 7.júlí verður útskriftarverk Katrínar Helgu Ólafsdóttur flutt í Iðnó á Listahátíð í Reykjavík.
Katrín Helga útskrifast frá tónlistardeild Listaháskóla Íslands með bakkalárpróf í tónsmíðum.
Tónleikarnir fara fram í tvennu lagi, annarsvegar á ensku kl 17:30 og hinsvegar á íslensku kl 20:30.
