Class: 
color2

Opnir masterklassar með flautu- og píanónemendum LHÍ

Lettnesku tónlistarkonurnar Ilona Meija, flauta og Dzintra Erliha, píanó, leiðbeina nemendum tónlistardeildar LHÍ í opnum masterklössum sem fram fara miðvikudaginn 6. febrúar 2019 frá 17:00 - 19:30. Masterklassarnir verða haldnir í Skipholti 31, í húsnæði tónlistardeildar. Gestir hjartanlega velkomnir. Masterklassarnir eru haldnir í gegnum Erasmus-samstarf LHÍ og Tónlistaramademíu Jāzeps Vītols í Lettlandi.

Desembertónleikar í Fríkirkjunni

Síðustu söngtónleikar tónlistardeildar LHÍ árið 2018 fara fram í Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudagskvöldið 12. desember. 

Á tvennum tónleikum, kl. 18 og kl. 19:30 verða fluttir ljóðasöngvar, óperuaríur og söngleikjatónlist eftir fjölbreytilegan hóp tónskálda, þeirra á meðal Jean Sibelius, Cyndi Lauper, Gustaf Mahler, Hauk Tómasson, Clöru Schumann og Claude Debussy. Aðgangur ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir. 

Söngvarar:

Söngtónleikar í Fríkirkjunni

Nemendur söngbrautar tónlistardeildar LHÍ bjóða til tvennra söngtónleika í nóvemberlok í Fríkirkjunni í Reykjavík.

Fimmtudagur 29. nóvember kl. 18

Fram koma:

  • Alexandria Parks
  • Edda Björk Jónsdóttir
  • Íris Björk Gunnarsdóttir
  • Sandra Lind Þorsteinsdóttir
  • Una María Bergmann
  • Vera Hjördís Matsdóttir

Píanóleikari: 
- Matthildur Anna Gísladóttir

Fimmtudagur 29. nóvember kl. 19:30 

Fram koma:

Ekkert ú í tungu // Tónleikar í Norræna húsinu á Degi íslenskrar tungu

Magni Freyr Þórisson og Mattias Jose Martinez Carranza halda tónleika í tilefni af Degi íslenskrar tungu, föstudaginn 16. nóvember kl. 19:00 í Norræna húsinu.

Dagskráin er stútfull af íslenskri tónlist og lagavalið fjölbreytt. Flutt verða lög frá ýmsum tímabilum og í ólíkum stílum.

Á efnisskrá er m.a. nýtt verk eftir Birgit Djupedal við texta eftir Óskar Völundarson, auk annarrar frumsaminnar tónlistar.

Um tónlistarmennina

Menningarnánd íslenskrar tónlistar // Fyrirlestur Kimberly Cannady

Bandaríski tónlistarfræðingurinn Kimberly Cannady hefur undanfarin ár unnið að viðamikilli vettvangsrannsókn hér á Íslandi sem snýr að þætti þjóðlegrar tónlistar (rímnasöngs, tvísöngs, langspilshefðar, vikivaka) í samtímanum. Í rannsóknum sínum hefur hún skoðað þátt þjóðlegrar tónlistar í samhengi við kenningar breska mannfræðingsins Michael Herzfeld um menningarnánd eða „cultural intimacy“.