Class: 
color2

Útskriftartónleikar Jóhönnu Maríu Kristinsdóttur

Sunnudaginn 26. nóvember kl. 15 heldur Jóhanna María Kristinsdóttir útskriftatónleika frá tónlistardeild Listaháskóla Íslands í Salnum, Kópavogi.

Efniskráin er mjög fjölbreytt og snertir á hinum ýmsu stílbrigðum tónlistarinnar. Á tónleikunum koma fram, ásamt Jóhönnu Maríu, Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari og Dagur Þorgrímsson tenór.

Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir!

Samtal við sjónarhorn

Nemendur í Sköpun, miðlun og frumkvöðlastarfi (NAIP) við tónlistardeild Listaháskóla Íslands flytja verk sérstaklega samin inn í sýninguna Sjónarhorn í Safnahúsinu.
Höfundar og flytjendur verka: Alessandro Cernuzzi, Arnold Ludvig, Ása Valgerður Sigurðardóttir og Bragi Árnason.

Auk þeirra taka börn úr Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju og hópur tónlistarmanna og leikara þátt í dagskránni.

Peter Maté og Eugen Prochác: Fyrirlestur um Hummel

Eugen Prochác og Peter Máté halda fyrirlestur um austurríska tónskáldið Hummel og leika valda kafla úr verkum hans fyrir selló og píanó.

Johann Nepomuk Hummel (1778-1837) var nemandi Mozarts og vinur Beethovens og Schuberts og starfaði í Vínarborg, Stuttgart og Weimar. Hann var einn frægasti píanóleikari og tónskáld síns tíma en eftir komu nýrra strauma rómantíkurinnar hurfu verkin hans úr tónlistarsölum Evrópu. Síðustu áratugi hafa margir tónlistarmenn heimsins unnið við verðskuldaðri endurreisn tónverka þessa síðklassíska tónskálds.

Málstofa: Errata og loadbang frá New York

Málstofa BA nema tónsmíðum, Skipholti 31, 10. nóvember.  kl. 12:45-14:40 – Errata og loadbang frá New York

loadbang er nútímatónlisthópur frá New York sem samanstendur af trompet, básúnu, bassaklarinetti og barrítónrödd en hópurinn var stofnaður árið 2008 og hefur fengið frábæra gagnrýni miðla á borð við The New York Times, Baltimore Sun og Time Out í New York. Hópurinn hefur verið iðinn við að frumflytja ný verk sérstaklega saminn fyrir hann en í kringum 200 verk hafa fæðst fyrir tilstilli hópsins.

LHÍ á Airwaves

Framlag Listaháskóla Íslands á Iceland Airwaves verður fjölbreyttur hópur tónlistarfólks í meistaranámsbrautum innan skólans ásamt fleirum.

Flutt verður efni eftir nemendur í tónsmíðum, þekkt tónverk frá ýmsum heimshornum í nýjum búningi, tónlistarnámskeið með ungu fólki og íslensk sönglög og ljóð undir frumsamdri tónlist nemenda. Frítt er inn á alla atburði sem verða haldnir í Skipholti 31.