Class: 
color2

Gilitrutt - ópera fyrir fólk

Á meðal ótal tónleika á tónlistarhátíðinni Myrkir músíkdagar í ár er frumflutningur barnaóperunnar Gilitrutt eftir Hildigunni Rúnarsdóttur. Hildigunnur mun af því tilefni fjalla um óperu sína og sköpunarferlið á bak við hana á málstofu sem fram fer í húsnæði tónlistardeildar í Skipholti 31, föstudaginn 26. janúar, klukkan 13:15. 

Glænýir tónar í Hallgrímskirkju

Fjölbreytt og spennandi músík mun hljóma á tónleikum tónlistardeildar LHÍ og Listvinafélags Hallgrímskirkju næstkomandi laugardag, 27. janúar klukkan 14. Einleiksverk, kammerverk og ljóðasöngvar hljóma auk einleiksverks fyrir hið volduga Klais-orgel kirkjunnar en tónlistin er öll eftir tónsmíðanemendur LHÍ og í flutningi hljóðfæra- og söngnemenda tónlistardeildar. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. 

Björk í brassbúningi

Nemendur Listaháskóla Íslands, undir stjórn Inga Garðars Erlendssonar, flytja valin verk Bjarkar Guðmundsdóttur í nýjum búningi á tónleikum í Mengi laugardaginn 13. janúar.

Nemendurnir hafa undanfarið unnið að því að útsetja lög Bjarkar fyrir blásturshljóðfæri á námskeiðinu „Hljóðfærafræði málmblásturshljóðfæra“ við tónsmíðadeild LHÍ og verða uppskerutónleikarnir síðasta verkefni námskeiðsins.

Tónleikarnir hefjast kl. 14 og standa í um klukkustund. Miðaverð er 1.000 krónur en frítt er inn fyrir nemendur Listaháskólans. Við vonumst til að sjá sem flesta.

 

 

Ungir einleikarar 2018

Á hverju ári fer fram keppni ungra einleikara sem Sinfóníuhljómsveit Íslands stendur fyrir í samvinnu við Listaháskóla Íslands. Keppnin er opin nemendum á háskólastigi, óháð því hvaða skóla þeir sækja, og fá þeir hlutskörpustu að leika einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi tónleikanna er Daniel Raiskin sem einnig stjórnar tónleikum Ungsveitarinnar á starfsárinu enda fer honum einkar vel úr hendi að starfa með ungu fólki.