Class: 
color2

Mánudagsmildileiki

Söngnemar tónlistardeildar Listaháskóla Íslands bjóða til tónleika í Langholtskirkju mánudaginn 12. febrúar klukkan 18.
Aðgangur ókeypis og öll velkomin.
 
Á efnisskrá er tónlist eftir J.S. Bach, Gabriel Fauré, Felix Mendelsshon og W.A. Mozart. Verkin koma flest úr mikilfenglegum óratoríum, passíum og kantötum, samin við texta úr Biblíunni og spanna allan tilfinningaskalann.
 

Fjáröflunartónleikar fyrir Englandsferð LHÍ kórsins

Tónleikar með kór tónlistardeildar Listaháskóla Íslands í Háteigskirkju miðvikudagskvöldið 7. febrúar klukkan 20. Á efnisskrá eru kórverk eftir Atla Heimi Sveinsson, Gunnar Reyni Sveinsson, Hafliða Hallgrímsson, Jón Ásgeirsson, Tryggva M. Baldvinsson og fleiri. Stjórnandi LHÍ-kórsins er Sigurður Halldórsson.

Tilefnið er tónleikar í England síðar í mánuðinum og eru tónleikarnir liður í fjáröflun kórsins fyrir ferðina. 

Miðaverð 2000 krónur. Einungis er tekið við reiðufé. 

Öll velkomin

-----------