Class: 
color2

Tómas Manoury í málstofu tónsmíðanema

Raftónlistarmaðurinn, tónskáldið og blásarinn Tómas Manoury fjallar um nálgun sína við raftónlist og hvernig hún hefur áhrif á tónsmíðar hans í málstofu tónsmíðanema, föstudaginn 12. október kl. 12:45 til 14:30.

Tómas Manoury spilar á alls kyns blásturshljóðfæri; saxófón, túbu og munnhörpu svo fátt eitt sé nefnt auk þess sem hann syngur og hefur sérhæft sig í yfirtóna- og barkasöng. 

Bára Gísladóttir í málstofu tónsmíðanema

Í fyrstu málstofu tónsmíðanema LHÍ haustið 2018 mun tónskáldið og kontrabassaleikarinn Bára Gísladóttir fjalla um tónlist sína og tónsmíðaaðferðir. 

Bára hefur notið mikillar velgengni á undanförnum árum sem tónskáld; verk hennar hafa verið flutt víða um heim af frábærum tónlistarhópum og í sumar var verk hennar „VAPE“ flutt á opnunartónleikum hinnar heimsþekktu sumartónlistarhátíðar í Darmstadt.