Class: 
color2

Kynningarfundur í tónlistardeild

Viltu starfa við tónlist í framtíðinni?

Opinn kynningarfundur á starfi tónlistardeildar LHÍ
Laugardaginn 7. apríl klukkan 12 - 13
Skipholti 31
Allir velkomnir

Í tónlistardeild LHÍ er boðið upp á ótal fjölbreyttar námsleiðir fyrir tónlistarnemendur og tónlistarfólk framtíðarinnar. Við deildina starfar stór hópur virtra lista- og fræðimanna úr flestum geirum tónlistarlífsins en á meðal námsleiða sem nemendur geta valið sér eru tónsmíðar, skapandi tónlistarmiðlun, hljóðfærakennsla og kirkjutónlist.

Recombinant / Kveðja til 20. aldarinnar

Laugardagskvöldið 17. mars klukkan 21 flytur ítalska tónskáldið Massimiliano Viel verk sitt Recombinant í flyglasal tónlistardeildar LHÍ við Skipholt 31. 
 
Recombinant (umröðun) er kveðja til tónskálda síðustu aldar þar sem á fjórða hundrað brotum úr verkum eftir Berio, Cage, Ligeti, Stockhausen, Xenakis, Scelsi og Donatoni er blandað saman og umraðað á staðnum svo úr verður sérkennileg mósaík sem opinberar látæði og áráttu skrifaðrar tónlistar á seinni hluta 20. aldar. 
 

Masterclass with Karita Mattila

A master class with Karitta Mattila, Friday, March 16th from 2:30pm - 5:30pm at Snorrabúð, Snorrabúð 54. In collaboration with Reykjavík Vocal Conservatory (Söngskólinn í Reykjavík).

The lyric beauty of Karita Mattila’s voice and her innate sense of theatre have set her apart as one of the most sought-after dramatic sopranos in the world today.