Class: 
color2

Opnir masterklassar með flautu- og píanónemendum LHÍ

Lettnesku tónlistarkonurnar Ilona Meija, flauta og Dzintra Erliha, píanó, leiðbeina nemendum tónlistardeildar LHÍ í opnum masterklössum sem fram fara miðvikudaginn 6. febrúar 2019 frá 17:00 - 19:30. Masterklassarnir verða haldnir í Skipholti 31, í húsnæði tónlistardeildar. Gestir hjartanlega velkomnir. Masterklassarnir eru haldnir í gegnum Erasmus-samstarf LHÍ og Tónlistaramademíu Jāzeps Vītols í Lettlandi.

Desembertónleikar í Fríkirkjunni

Síðustu söngtónleikar tónlistardeildar LHÍ árið 2018 fara fram í Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudagskvöldið 12. desember. 

Á tvennum tónleikum, kl. 18 og kl. 19:30 verða fluttir ljóðasöngvar, óperuaríur og söngleikjatónlist eftir fjölbreytilegan hóp tónskálda, þeirra á meðal Jean Sibelius, Cyndi Lauper, Gustaf Mahler, Hauk Tómasson, Clöru Schumann og Claude Debussy. Aðgangur ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir. 

Söngvarar: