Kynning á námskeiðsframboði vorannar í Opna LHÍ
NÁMSKEIÐSFRAMBOÐ OPNA LISTAHÁSKÓLANS VORÖNN 2019

Lettnesku tónlistarkonurnar Ilona Meija, flauta og Dzintra Erliha, píanó, leiðbeina nemendum tónlistardeildar LHÍ í opnum masterklössum sem fram fara miðvikudaginn 6. febrúar 2019 frá 17:00 - 19:30. Masterklassarnir verða haldnir í Skipholti 31, í húsnæði tónlistardeildar. Gestir hjartanlega velkomnir. Masterklassarnir eru haldnir í gegnum Erasmus-samstarf LHÍ og Tónlistaramademíu Jāzeps Vītols í Lettlandi.
Síðustu söngtónleikar tónlistardeildar LHÍ árið 2018 fara fram í Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudagskvöldið 12. desember.
Á tvennum tónleikum, kl. 18 og kl. 19:30 verða fluttir ljóðasöngvar, óperuaríur og söngleikjatónlist eftir fjölbreytilegan hóp tónskálda, þeirra á meðal Jean Sibelius, Cyndi Lauper, Gustaf Mahler, Hauk Tómasson, Clöru Schumann og Claude Debussy. Aðgangur ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.
Söngvarar:
Nemendur söngbrautar tónlistardeildar LHÍ bjóða til tvennra söngtónleika í nóvemberlok í Fríkirkjunni í Reykjavík.
Fimmtudagur 29. nóvember kl. 18
Fram koma:
Píanóleikari:
- Matthildur Anna Gísladóttir
Fimmtudagur 29. nóvember kl. 19:30
Fram koma:
Kínverska tónskáldið Deqing Wen fjallar um tónlist sína og tónsmíðaaðferðir í málstofu tónsmíðanema, föstudaginn 30. nóvember 2018 frá 12:45 - 14:30.
Fyrirlesturinn fer fram í stofu S304 - Fræðastofu 1.
Öll velkomin.
Magni Freyr Þórisson og Mattias Jose Martinez Carranza halda tónleika í tilefni af Degi íslenskrar tungu, föstudaginn 16. nóvember kl. 19:00 í Norræna húsinu.
Dagskráin er stútfull af íslenskri tónlist og lagavalið fjölbreytt. Flutt verða lög frá ýmsum tímabilum og í ólíkum stílum.
Á efnisskrá er m.a. nýtt verk eftir Birgit Djupedal við texta eftir Óskar Völundarson, auk annarrar frumsaminnar tónlistar.
Um tónlistarmennina
Bandaríski tónlistarfræðingurinn Kimberly Cannady hefur undanfarin ár unnið að viðamikilli vettvangsrannsókn hér á Íslandi sem snýr að þætti þjóðlegrar tónlistar (rímnasöngs, tvísöngs, langspilshefðar, vikivaka) í samtímanum. Í rannsóknum sínum hefur hún skoðað þátt þjóðlegrar tónlistar í samhengi við kenningar breska mannfræðingsins Michael Herzfeld um menningarnánd eða „cultural intimacy“.