Kynningarfundur í tónlistardeild
Viltu starfa við tónlist í framtíðinni?
Opinn kynningarfundur á starfi tónlistardeildar LHÍ
Laugardaginn 7. apríl klukkan 12 - 13
Skipholti 31
Allir velkomnir
Í tónlistardeild LHÍ er boðið upp á ótal fjölbreyttar námsleiðir fyrir tónlistarnemendur og tónlistarfólk framtíðarinnar. Við deildina starfar stór hópur virtra lista- og fræðimanna úr flestum geirum tónlistarlífsins en á meðal námsleiða sem nemendur geta valið sér eru tónsmíðar, skapandi tónlistarmiðlun, hljóðfærakennsla og kirkjutónlist.
