Skapandi tónlistarmiðlun

Tónleikamasterklass

Miðvikudaginn 2.mars býður tónlistardeild alla áhugasama velkomna á tónleikamasterklass þar sem nokkrir kennarar deildarinnar taka sameiginlega þátt í að leiðbeina nemendum. Leiðbeinendur að þessu sinni eru þau Guðný Guðmundsdóttir, Þóra Einarsdóttir, Sigrún Eðvaldsdóttir, Svanur Vilbergsson og Peter Máté.

Efnisskrá:

1. Snæbjörg Guðmunda Gunnarsdóttir, sópran: W.A.Mozart: Ach ich fühl's úr Töfraflautunni 

2. Heiður Lára Bjarnadóttir, selló: César Franck: Sónata - 1.kafli

3.Óskar Magnússon, gítar: Mauro Giuliani: Grand Overture 

Skapandi tónlistarmiðlun

Nám í skapandi tónlistarmiðlun gefur tónlistarfólki tækifæri til að þróa eigin rödd við flutning og sköpun tónlistar og leggja grunn að starfsferli í fjölbreyttu samfélagi í stöðugri þróun.

Jafnhliða tímum í söng, hljóðfæraleik eða tónsmíðum þjálfast nemendur í skapandi samvinnu gegnum smiðjur, spuna og ýmis konar samspil. Þeir fá tilsögn í hópstjórnun og leiðtogafærni og vinna tónsköpunarverkefni á fjölbreyttum vettvangi.

Lesa meira