Útskriftartónleikar: Hildigunnur Einarsdóttir

Kórsöngur hefur verið rauði þráðurinn í lífi mínu og við þennan rauða þráð hafa spunnist aðrir þræðir tónlistarinnar sem í dag er vefur tónlistarlegrar tilvistar minnar. Í þessu ljósi legg ég grundvöll að lokaverkefni mínu. Ég kaus að vinna með ungum og upprennandi söngkonum að nýjum útsetningum fyrir raddir með sköpunarkraft og tónheyrn að vopni. Ferlið hef ég þróað í gegnum vinnu mína með Kvennakórnum Kötlu og samstýru minni þar, Lilju Dögg Gunnarsdóttur.

Tónlist fyrir alla
Skapandi tónlistarmiðlun
Skapandi tónlistarmiðlun
Skapandi tónlistarmiðlun

Frá fagstjóra

Nám í skapandi tónlistarmiðlun byggist á þjálfun í hljóðfæraleik og/eða söng, bæði með hryntónlist og sígilda og samtímatónlist sem viðfangsefni. Þjálfunin nýtist þeim sem hafa fjölþætta hæfileika og áhuga og reynslu til miðlunar og sköpunar á hvers konar hátt. Einnig eru dæmi um nemendur á brautinni sem hafa menntast í tónsmíðum, hljómsveitar- eða kórstjórn. Þá eru samleikur, samsöngur, tónsköpun í hóp og skapandi tónlistarsmiðjur, sem byggja á samvinnu við skóla og aðrar stofnanir, stór þáttur í náminu, ásamt almennum kjarna fræðigreina sem nemendur á öllum brautum taka.

Útskriftarverk í skapandi tónlistarmiðlun.

Útskriftarnemendur í skapandi tónlistarmiðlun eru fjórir í ár. Þrír af þeimr halda sameiginlega útskriftarhátíð í Tjarnarbíói 11. maí. Fjórði nemandinn, Bjarmi, er með sitt verk 10.maí.
Skapandi tónlistarmiðlun er námsbraut sem er hugsuð fyrir fjölhæft og skapandi tónlistarfólk sem vill bæði nýta tónlistarhæfileika sína til að gefa af sér, virkja tónlistargáfur annarra og vinna að fjölbreytilegri tónsköpun og flutningi.

19:00. Ingibjörg Fríða Helgadóttir
20:00. Höskuldur Eiríksson
21:00. Eiríkur Ólason

Styrktarþjálfun fyrir hljóðfæraleikara

10. maí kl. 18:00
Sölvhóli

Í lokaritgerðinni minni fjallaði ég um vöðvanotkun hljóðfæraleikara og velti því fyrir mér hvort líkamsrækt geti bætt tónlistarflutning. Síðustu vikur hef ég verið með nokkra nemendur úr tónlistardeild Listaháskólans á sérútbúnu styrktarprógrami sem innhalda aðallega æfingar sem styrkja þá vöðva sem mest eru notaðir við tónlistarflutning og mun ég meðal annars sýna afrakstur þeirrar vinnu. Einnig mun ég leiða hópinn í gegnum frumsaminn lykkjuspuna auk þess sem að Sergei Rachmaninoff fær að finna fyrir því.