BRANSINN - REVÍA

BRANSINN -  REVÍA er bráðfyndið verk eftir leiklistar- og tónlistarnemendur Listaháskólans undir handleiðslu Dóru Jóhannsdóttur, Kristjönu Stefánsdóttur og Sigurðar Halldórssonar. 

Verkið er samstarfsverkefni sviðlista- og tónlistardeildar Listaháskólans þar sem unnið var með samsköpunar aðferðir. Hópurinn vann satíru-kómedíu-senur útfrá samtölum, samvinnu, spuna og skrifum.

Tónlist og hljóðmynd er frumsamin af hópnum. Ferlið einkenndist af mikilli leikgleði og við viljum smita ykkur. 

Ása Margrét Bjarmarz: Útskriftartónleikar LHÍ

Miðvikudaginn 16. maí klukkan 20.00 er þér boðið á útskriftartónleika Ásu Margrétar Bjartmarz í Tjarnarbíói.

Síðustu þrjú árin hefur hún stundað nám við Listaháskóla Íslands í skapandi tónlistarmiðlun og útskrifast þaðan með BA gráðu nú í vor.

Á námstímanum hefur Ása lagt áherslu á að þjálfa og þroska raddhæfileika sína og þroskast sem lagahöfundur. Síðasta skólaárið fékk hún tækifæri til að gerast skiptinemi í Staffordshire University í Englandi og auka m.a. skilning sinn og þekkingu á tónlistarframleiðslu.

María Oddný Sigurðardóttir: Útskriftartónleikar

Þér er boðið á útskriftartónleika Maríu Oddnýjar þann 16. maí í Tjarnarbíói klukkan 21. Hún hefur stundað nám síðastliðin þrjú ár við Listaháskóla Íslands í skapandi tónlistarmiðlun. 

Tónlistin sem mun hljóma á tónleikunum er frumsamin af Maríu og samstarfsfélaga hennar Friðriki Margrétar-Guðmundssyni tónskáldi, en þau hafa samið tónlist saman í rúmt ár. Verkefnið stendur undir nafninu Þerapía, en tónlistin er innblásin af tilfinningum og ýmsum geðkvillum, en María er mjög opin með sín geðrænu vandamál og textar hennar eru innblásnir af hennar líðan. 

Guðný Ósk Karlsdóttir: Útskriftartónleikar LHÍ

Lokatónleikar Guðnýjar Ósk frá Listaháskóla Íslands í Skapandi tónlistarmiðlun föstudagskvöldið 11. maí klukkan 20. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. 

Söngur, dans og spuni verða í fyrirrúmi og verður talað um tengingu milli þessara listforma en í náminu hefur Guðný lagt áherslu á klassískan söng. Sungin verða lög úr mismunandi söngleikjum og einnig verður litið við í óperu- og  kvikmyndaheiminn.

Ragnhildur Veigarsdóttir: Útskriftartónleikar

Miðvikudaginn 16. maí er þér boðið á lokatónleika Ragnhildar Veigarsdóttur, en hún útskrifast með BA gráðu í skapandi tónlistarmiðlun frá Listaháskóla Íslands nú í vor.

Ragnhildur hefur lengi haft áhuga á tengingu tónlistar við hið sjónræna og verkefni hennar snýst um hvernig hægt sé að fá sem flesta til að taka þátt í sköpuninni, hvernig sú tenging hjálpar til við að gera upplifunina skemmtilegri fyrir áhorfendur.

„Námið mitt við Listaháskólann opnaði augu mín fyrir þeim ótalmörgu möguleikum sem felast í umhverfi mínu sem tónlistarmaður.

Ég lærði að vinna í aðstæðum þar sem lokatakmark eða útkoma var alls ekki augljós, kynntist fólki með mismunandi sýn á lífið og listina, leit inn á við og náði betri tökum á minni eigin sannfæringu sem listamaður. Við útskrifumst ekki með lykil að einni starfsgrein, heldur vitneskjuna um að við sköpum okkar eigin tækifæri og verkfærakistuna reiðubúna.

Síðan ég útskrifaðist úr skapandi tónlistarmiðlun hef ég starfað við tónlist frá ýmsum hliðum, sungið, spilað, samið, hannað mínar eigin tónlistarvinnusmiðjur og stýrt þeim, kennt í tónlistarskólum, unnið mína eigin útvarpsþætti á útvarpi KrakkaRÚV, leiðsagt fólki um tónlistarhúsíð okkar Hörpu…en einnig eldað kvöldmat ofaní svanga túrista.

Lífið og listin leiðir mann nefnilega út um allar trissur.“

Ingibjörg Fríða Helgadóttir

Útskriftartónleikar: Silja Garðarsdóttir

Tónlist fyrir alla: Útskriftartónleikar Silju verða 4.maí klukkan 20:00 í Sölvhóli, Sölvhólsgötu 13. Tónleikarnir eru hluti af Útskriftarhátíð Listaháskóla Íslands 2017.

Silja Garðarsdóttir byrjaði ung í tónlistarnámi við Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Þar lærði hún klassískan söng hjá Þuríði Baldursdóttur og á píanó hjá Elínu Jakobsdóttur.
Hún kláraði miðpróf í söng frá Tónlistarskóla Eyjafjarðar en þegar leiðin lá í Menntaskólann á Akureyri fór hún í áframhaldandi söngnám hjá Michael Jón Clarke við Tónlistarskólann á Akureyri.