Davíð Sighvatsson Rist: Útskriftarhátíð LHÍ

Útskriftartónleikar Davíðs Sighvatssonar Rist úr skapandi tónlistarmiðlun fara fram í Tjarnarbíói miðvikudaginn 1. maí kl. 19. Öll velkomin og aðgangur ókeypis.

Í lokaverkefni sínu sameinar Davíð mismunandi listform við frumsamda tónlist sína. Davíð vann ásamt leikurum, dönsurum og vídeólistamanni og byggði á verkefnum sem hann unnið ásamt hópum sem ekki fást við listgreinar sem aðalstarf eða áhugamál.

Árni Freyr Jónsson: Útskriftarhátíð LHÍ

Lokaverkefni Árna Freys Jónssonar úr skapandi tónlistarmiðlun verður flutt í Tjarnarbíó miðvikudaginn 1. maí kl. 19:00.  Aðgangur ókeypis og öll hjartanlega velkomin. Flutningurinn er hluti af Útskriftarhátíð LHÍ.

Útskriftartónleikar LHÍ vorið 2019

Fimmtudagur 25. apríl í Stúdíó Sýrlandi
20:00 Hilma Kristín Sveinsdóttir, tónsmíðar (BA)

BRANSINN - REVÍA

BRANSINN -  REVÍA er bráðfyndið verk eftir leiklistar- og tónlistarnemendur Listaháskólans undir handleiðslu Dóru Jóhannsdóttur, Kristjönu Stefánsdóttur og Sigurðar Halldórssonar. 

Verkið er samstarfsverkefni sviðlista- og tónlistardeildar Listaháskólans þar sem unnið var með samsköpunar aðferðir. Hópurinn vann satíru-kómedíu-senur útfrá samtölum, samvinnu, spuna og skrifum.

Tónlist og hljóðmynd er frumsamin af hópnum. Ferlið einkenndist af mikilli leikgleði og við viljum smita ykkur. 

Ása Margrét Bjarmarz: Útskriftartónleikar LHÍ

Miðvikudaginn 16. maí klukkan 20.00 er þér boðið á útskriftartónleika Ásu Margrétar Bjartmarz í Tjarnarbíói.

Síðustu þrjú árin hefur hún stundað nám við Listaháskóla Íslands í skapandi tónlistarmiðlun og útskrifast þaðan með BA gráðu nú í vor.

Á námstímanum hefur Ása lagt áherslu á að þjálfa og þroska raddhæfileika sína og þroskast sem lagahöfundur. Síðasta skólaárið fékk hún tækifæri til að gerast skiptinemi í Staffordshire University í Englandi og auka m.a. skilning sinn og þekkingu á tónlistarframleiðslu.

María Oddný Sigurðardóttir: Útskriftartónleikar

Þér er boðið á útskriftartónleika Maríu Oddnýjar þann 16. maí í Tjarnarbíói klukkan 21. Hún hefur stundað nám síðastliðin þrjú ár við Listaháskóla Íslands í skapandi tónlistarmiðlun. 

Tónlistin sem mun hljóma á tónleikunum er frumsamin af Maríu og samstarfsfélaga hennar Friðriki Margrétar-Guðmundssyni tónskáldi, en þau hafa samið tónlist saman í rúmt ár. Verkefnið stendur undir nafninu Þerapía, en tónlistin er innblásin af tilfinningum og ýmsum geðkvillum, en María er mjög opin með sín geðrænu vandamál og textar hennar eru innblásnir af hennar líðan. 

Guðný Ósk Karlsdóttir: Útskriftartónleikar LHÍ

Lokatónleikar Guðnýjar Ósk frá Listaháskóla Íslands í Skapandi tónlistarmiðlun föstudagskvöldið 11. maí klukkan 20. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. 

Söngur, dans og spuni verða í fyrirrúmi og verður talað um tengingu milli þessara listforma en í náminu hefur Guðný lagt áherslu á klassískan söng. Sungin verða lög úr mismunandi söngleikjum og einnig verður litið við í óperu- og  kvikmyndaheiminn.