Rytmískir samspilstónleikar í Rauðagerði

Nemendur á fyrsta ári rytmísks kennaranáms tónlistardeildar LHÍ halda samspilstónleika í hátíðarsal FÍH, Rauðagerði 27, mánudaginn 12. nóvember kl 19. 

Tveir hljómsveitir munu koma fram en auk þess koma nemendurnir fram í aukahljóðfærasamspili þar sem enginn spilar á sitt aðalhljóðfæri.   

Á efniskránni verður blanda af jazz- og popptónlist í eigin útsetningum hljómsveitarmeðlima. 

Kennari er Andrés Þór Gunnlaugsson.

Frá fagstjóra

„Með tilkomu kennarnáms í rytmískri tónlist við Listaháskóla Íslands haustið 2018 opnaðist í fyrsta sinn sá möguleiki að nemendur geti öðlast háskólagráðu í þessari tegund tónlistar hér á landi. Þetta var stórt og spennandi skref fyrir rytmíska tónlist og tónlistarkennslu á Íslandi. Vonir okkar standa til þess að útvíkka námið enn frekar á næstu árum með aukinni áherslu á tónlistarflutning og enn víðara svið tónlistar“

Sigurður Flosason

Rytmísk söng - / hljóðfærakennsla

Rytmísk söng- og hljóðfærakennsla er þriggja ára, 180 eininga B.Mus.Ed-nám. Námið býður upp á fjölþætta þjálfun í rytmískum hljóðfæraleik eða söng með spuna og samspilskennslu sem meginmarkmið. Áhersla er á kennslufræðitengdar greinar og önnur fræði. Nemendur fá þjálfun á aukahljóðfæri sem nýtast við samspilskennslu; píanó, gítar, bassa, trommur, handslagverk og söng. Einkatímar og samspil á aðalhljóðfæri er einnig mikilvægur hluti námsins og því eru möguleikar nemenda á að þroskast sem flytjendur umtalsverðir. Gestakennarar vinna með nemendum á hverri önn.
Lesa meira