Hugarflug 2016

Hugarflug er árleg ráðstefna Listaháskólans og verður nú haldin í fimmta sinn.

Ráðstefnan fer fram í húsnæði Listaháskólans í Laugarnesi, 18.- 19. febrúar. Dagskráin hefst kl. 18:00, 18. febrúar, með erindi Rolf Hughes, lykilfyrirlesara ráðstefnunnar.

Hugarflug er opið öllum og er aðgangur ókeypis.

Markmið ráðstefnunnar er að skapa vettvang fyrir faglega og gagnrýna umræðu um þekkingarsköpun með áherslu á listrannsóknir og þann fjölbreytileika sem einkennir nálgun, aðferðir, efnistök og miðlun á sviðinu.