HEIÐDÍS HANNA HLÝTUR VIÐURKENNINGU ÚR STYRKTARSJÓÐI ÖNNU KARÓLÍNU NORDAL

Heiðdís Hanna Sigurðardóttir, meistaranemi í sköpun, miðlun og frumkvöðlastarfi (NAIP) við tónlistardeild LHÍ hlýtur í ár viðurkenningu úr styrktarsjóði Önnu Karólínu Nordal. Sjóðurinn er stofnaður af Önnu Karólínu sem fæddist í Vesturheimi árið 1902 og lést árið 1998. Hún bjó alla tíð í Kanada og kom aldrei til Íslands en hafði engu að síður sterkar taugar til landsins og sýndi ættlandi sínu og Íslendingum mikla ræktarsemi eins og sjóðurinn er fagur vitnisburður um.  Anna var alþýðukona og mikill unnandi tónlistar og vildi styrkja ungt tónlistarfólk í námi og hvetja til frekari árangurs.

Meistaranám í tónsmíðum

Í alþjóðlegu meistaranámi í tónsmíðum er gagnrýnið og skapandi hugarfar í öndvegi. Markmiðið er að efla listrænt eða fræðilegt starf nemandans og ganga þar út frá hans eigin forsendum og því verkefni sem hann leggur til grundvallar. Veitir námið þá þann tæknilega, fræðilega, skáldlega og hagnýta stuðning sem þarf til að verkefnið geti tvímælalaust talist gilt og markvert framlag á meistarastigi. 

Lesa meira

Meistaranám

Meistaranám í söng- og hljóðfærakennslu

Námsleiðir
Söng- og hljóðfærakennaranám er braut innan tónlistardeildar LHÍ í nánu samstarfi við listkennsludeild sama skóla. Í boði er tveggja ára námsleið, 120 eininga meistaranám, sem lýkur með M.Mus.Ed./MA-gráðu. Nemendur sem lokið hafa meistaraprófi á hljóðfæri eða í söng geta lokið eins árs, 60 eininga, diplómanámi til kennsluréttinda við listkennsludeild.

Lesa meira