Lilja María og Ingibjörg Ýr í málstofu tónsmíðanema

Tónskáldin Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir og Lilja María Ásmundsdóttir fjalla um og spila tónlist sína í málstofu tónsmíðanema, föstudaginn 25. janúar 2019. Með þeim kemur fram Ingibjörg Fríða Helgadóttir, söngkona. 

Málstofan fer fram frá 12:45 - 14:30 í S304 - Fræðastofu 1, Skipholti 31.  Öll velkomin.
 

Vladimir Stoupel með tónleika og masterklassa

Helgina 2. - 3. febrúar næstkomandi mun franski píanóleikarinn Vladimir Stoupel halda tvær vinnusmiðjur (masterklassa) fyrir nemendur Menntaskóla í tónlist og LHÍ. Vinnusmiðjurnar fara fram milli 11 - 15 báða daga,  laugardaginn 2. febrúar í Skipholti 33 og sunnudaginn 3. febrúar í Skipholti 31 (LHÍ).

„Ég flutti frá Noregi til Íslands til að hefja mastersnám í tónsmíðum í LHÍ fyrir tveimur árum síðan. Ég er mjög ánægð með valið mitt. Það er svo gaman að læra í skóla sem hefur eingöngu listabrautir. Það skapar möguleika á samvinnu milli brautanna sem gefur þér  innblástur.
Kennararnir er alltaf til í að hjálpa og koma með endurgjöf, og þeir fylgja þér alla leið frá hugmyndinni til lokaútgáfu verkefnisins. Ég er bráðum búin með námið í LHÍ og á þessum tveimur árum hafa bæði ég og listin mín þroskast.“

 

Birgit Djupedal

CAPUT & Hljómeyki: Útskriftartónleikar mastersnema í tónsmíðum

Tónleikar í Salnum í Kópavogi sunnudagskvöldið 6. maí klukkan 20. 

Una Sveinbjarnardóttir, CAPUT-hópurinn og Hljómeyki frumflytja verk eftir Ásbjörgu Jónsdóttur, Sohjung Park, Steingrím Þórhallsson og Veronique Jacques sem öll útskrifast í vor frá tónlistardeild LHÍ þar sem þau hafa lagt stund á mastersnám í tónsmíðum.

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

Efnisskrá:

Steingrímur Þórhallsson: Útskriftartónleikar LHÍ

Útskriftartónleikar Steingríms Þórhallssonar frá tónlistardeild Listaháskóla Íslands fara fram í Neskirkju, sunnudaginn 13. maí klukkan 17. Þar verður verk hans Hulda fyrir sópran, kór, barnakór og hljómsveit frumflutt en verkið byggir Steingrímur á ljóðum Huldu (Unnar Benediktsdóttur Bjarklind). Að auki verður Konsert fyrir fiðlu og hljómsveit eftir Beethoven fluttur á tónleikunum. Sinfóníuhljómsveit áhugamanna leikur undir stjórn Oliver Kentish, einleikari er Hulda Jónsdóttir, fiðluleikari. 

RíT-vinnustofa: Spilmenn Ríkínís og Birgit Djupedal

Vinnustofa með Spilmönnum Ríkínís og Birgit Djupedal í tónlistardeild Listaháskóla Íslands þriðjudagsmorguninn 24. apríl frá 10:30 - 12:10. Vinnustofan fer fram í Skipholti 31, Fræðastofu 1 (stofu 663). Allir velkomnir - aðgangur ókeypis.
 
Spilmenn Ríkínís og Birgit Djupedal halda vinnustofu um íslenska og norska þjóðlagatónlist þar sem þau ræða tónlistarsköpun sína og flytja þjóðlög ásamt nokkrum lögum eftir Birgit.