Class: 
color5

Opinn fyrirlestur í Laugarnesi: Fegurðin! - Brynhildur Sigurðardóttir

Fegurðin! Spennandi umræðuefni í grunnskólum

 
Brynhildur Sigurðardóttir, heimspekingur, kennari og skólastjóri heldur opinn fyrirlestur í fyrirlestrarsal Listaháskólans að Laugarnesvegi 91. 
 
Í unglingaskólanum Garðaskóla hefur verið kennd heimspeki í mörg ár. Markmið kennslunnar er m.a. að gefa nemendum tækifæri til að þjálfa skapandi og gagnrýna hugsun í gegnum samræðu í hópi jafningja. Heimspekileg samræða byggir á lýðræðislegum gildum og hlúir að forvitni og þekkingarleit þeirra sem taka þátt í henni.

Opinn dagur- Kynning á meistaranámi í listkennslu

Kynning á meistaranámi í LHÍ fer fram á Opnum degi, í LHÍ Laugarnesi, Laugarnesvegi 91, föstudaginn 9. nóvember.
 
Hér má sjá nánar um dagskrá Opna dagsins.
 
Í meistarnámi í listkennslu er hægt er að öðlast kennsluréttindi á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi en töluverð eftirspurn er eftir menntuðum listgreinakennurum á mismunandi skólastigum.
 

Leiðir að listum- Námskeiðsdagur fyrir leikskólastarfsmenn

Námskeiðsdagur Faghóps um skapandi leikskólastarf og listkennsludeildar Listaháskóla Íslands verður haldinn föstudaginn 2. nóvember 2018 kl. 13-17 í LHÍ Laugarnesi.
 
Meginmarkmið námskeiðsdagsins er að efla skapandi starf í leikskólum.
 
Í þetta sinn verður lögð áhersla á verklega kennslu og haldnar tvisvar sinnum fjórar smiðjur, þannig að þátttakendur geta valið um að fara í tvær smiðjur hver. Smiðjustjórnendur eru allir með mikla þekkingu og reynslu hver á sínu sviði.
 

Dagskrá