Class: 
color5

Fellur niður- Útskriftarviðburður listkennsludeildar janúar 2022

Uppfært 3.01.2022
 
Vegna fjölda smita og sóttvarnaraðgerða til að spyrna við Covid19 hefur sú ákvörðun verið tekin að fella niður fyrirhugaðan útskriftarviðburð nemenda í listkennsludeild LHÍ, sem átti að fara fram 8. janúar næstkomandi.
 
Útskriftarnemar sem áttu að kynna verkefni sín núna á laugardaginn taka þátt í útskriftarviðburði vorannar sem stefnt er að halda laugardaginn 14. maí. 
 
Deildinni þykir þetta ákaflega miður en í ljósi aðstæðna eru þetta nauðsynlegar aðgerðir.

VELFERÐ: Guðbjörg R. Jóhannesdóttir

VELFERÐ er opin fyrirlestrarröð listkennsludeildar Listaháskóla Íslands skólaárið 2021-2022.
 
Fyrirlestrarröðin fer fram í í fyrirlestrarsal L193 í LHÍ Laugarnesi, Laugarnesvegi 91. Allir fyrirlestara hefjast kl. 15.
 
Þriðji fyrirlestur fer fram þriðjudaginn 29. mars kl. 15. 
 

Að skynja og hugsa innan frá – samband fagurferðilegrar skynjunar og líkamlegrar hugsunar