Listalestin / Sýningaropnun
Dagana 27. og 28. apríl vinna nemendur listkennsludeildar LHÍ með unglingum í 8. og 10. bekk í Varmahlíðarskóla, Árskóla á Sauðárkróki og Grunnskóla austan Vatna á Hofsósi.
Verkefnið ber heitið Listalestin og er unnið í samstarfi við List fyrir alla.
Unglingarnir vinna í listasmiðjum þar sem áhersla er lögð á samruna listgreinar. Smiðjunum er stjórnað af nemendum listkennsludeildar og unnið er í nánu samstarfi við kennara í viðkomandi skólum.
