Class: 
color5

Útskriftarviðburður listkennsludeildar vor 2022

Listkennsludeild Listaháskóla Íslands stendur fyrir útskriftarviðburði dagana 13. og 14. maí.

 
Dagskrá er opin öllum og fer fram í Borgarbókasafni / Menningarhúsi Gerðubergi.
 
Viðburðurinn er hluti af útskriftarhátíð Listaháskóla Íslands og þar kynna verðandi kennarar lokaverkefni sín með fjölbreyttum hætti.
 
Börn ásamt aðstandendum eru sérstaklega boðin velkomin á fjölskylduvænar listasmiðjur nemenda á laugardeginum.