Class: 
color5

Vísindagaldrar! Smiðja fyrir alla aldurshópa á Háskóladaginn 2019

Háskóladagurinn 2019​ fer fram laugardaginn 2. mars frá kl. 12 - 16.
 
Í Laugarnesinu verður fjölbreytt dagskrá frá öllum deildum LHÍ og býður Listkennsludeild Listaháskóla Íslands​ gestum að taka þátt í „Vísindagöldrum“ - smiðju fyrir alla aldurshópa, á mörkum lista, vísinda og galdra mili kl. 13-15. 
 

Opinn fyrirlestur í Laugarnesi: Baldur Pálsson

Baldur Pálsson, fræðslustjóri Seltjarnarnessbæjar, heldur opinn fyrirlestur í Laugarnesi föstudaginn 8. febrúar. 

 

Miðlun siðferðislegra gilda í skólastarfi

 
Í fyrirlestrinum verður fjallað um hlutverk skóla við miðlun siðferðislegra gilda með áherslu á ábyrgð og skyldur kennara og stjórnenda.
 
Rætt verður um mikilvægi umræðu um siðferðisleg gildi og árangursríkar leiðir við miðlun þeirra.
 

Kristín Valsdóttir ver doktorsritgerð sína: Að verða listkennari – lærdómsferli listamanna

Kristín Valsdóttir, deildarforseti listkennsludeildar LHÍ ver doktorsritgerð sína Að verða listkennari – lærdómsferli listamanna þann 25. janúar kl. 13.00 í Hátíðarsal, aðalbyggingu Háskóla Íslands. 

 
Andmælendur eru dr. Rosie Perkins, Research Fellow í sviðslistum við Royal College of Music, London, og dr. Berglind Rós Magnúsdóttir, dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.