Class: 
color5

Útskriftarviðburður listkennsludeildar vor 2022

Listkennsludeild Listaháskóla Íslands stendur fyrir útskriftarviðburði dagana 13. og 14. maí.

 
Dagskrá er opin öllum og fer fram í Borgarbókasafni / Menningarhúsi Gerðubergi.
 
Viðburðurinn er hluti af útskriftarhátíð Listaháskóla Íslands og þar kynna verðandi kennarar lokaverkefni sín með fjölbreyttum hætti.
 
Börn ásamt aðstandendum eru sérstaklega boðin velkomin á fjölskylduvænar listasmiðjur nemenda á laugardeginum.
       
           
                    

Listalestin / Sýningaropnun

Dagana 27. og 28. apríl vinna nemendur listkennsludeildar LHÍ með unglingum í 8. og 10. bekk í VarmahlíðarskólaÁrskóla á Sauðárkróki og Grunnskóla austan Vatna á Hofsósi. 
 
Verkefnið ber heitið Listalestin og er unnið í samstarfi við List fyrir alla. 
 
Unglingarnir vinna í listasmiðjum þar sem áhersla er lögð á samruna listgreinar. Smiðjunum er stjórnað af nemendum listkennsludeildar og unnið er í nánu samstarfi við kennara í viðkomandi skólum.