Class: 
color5

Fjarkynning á kennaranámi í Listaháskóla Íslands

Við bjóðum allt áhugasamt fólk velkomið á fjarkynningu þriðjudaginn 25. apríl, kl. 12.15-12.45.
Beint streymi á: live.lhi.is
HVAÐ VILTU VITA?
Fyrir hvern er nám i listkennsludeild?
Hvað læri ég?
Hvar get ég farið að vinna að námi loknu?
Af hverju ætti ég að velja LHÍ?
Get ég stundað námið með vinnu?
Get ég verið í hálfu námi / breytilegum einingafjölda á námstímanum?
Eru gerðar undantekningar á inntökuskilyrðum?
Hef ég aðgang að verkstæðum í LHÍ?

VELFERÐ / WELL BEING: Hrefna Lind Lárusdóttir og Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir

VELFERРer opin fyrirlestrarröð listkennsludeildar Listaháskóla Íslands skólaárið 2022-2023

 
Fyrirlestrarröðin fer fram í LHÍ Laugarnesi, Laugarnesvegi 91
Fimmti fyrirlestur í röðinni er þriðjudaginn 7. febrúar kl. 13-16. 
 
 
Fyrirlesarar: Hrefna Lind Lárusdóttir og Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, listrænir stjórnendur Krakkaveldis og sviðslistakonur
 

Samfélagsleikhús með börnum - Aðferðir og verkfæri

Símenntun kennara í námsleyfi

Námsleiðin er fyrir kennara í námsleyfi og samanstendur af völdum námskeiðum deildarinnar.
 
Hver umsókn er metin sérstaklega.
 
 
Lesa meira

Diplómanám í kennslufræðum

 
Námið er eins árs (tveggja missera), 60 eininga fræðilegt og hagnýtt framhaldsnám í kennslufræðum sem lýkur með diplóma gráðu.
 
Námið miðar að því að mennta fólk til kennslu ásamt því að efla með því færni og fræðilegan grunn til að miðla þekkingu sinni á ólíkum vettvangi. Námið er fjölbreytt og byggir á námskeiðum í kennslu-, uppeldis- og sálarfræði, heimspeki og félagsfræði, samhliða þjálfun í kennslu og miðlun  á vettvangi bæði innan skólakerfisins og utan þess.
 
Lesa meira

Listir og velferð

 
Meistaranám í Listum og velferð er 120 eininga námsleið fyrir þau sem hafa áhuga á að þróa leiðir til að nýta listir í þágu félags- og heilsueflingar.
 
Sjálfsögð áhersla í samfélaginu um aukið aðgengi allra að listsköpun og listviðburðum kallar á markvissa uppbyggingu og á fjölda fólks með þekkingu á sviði lista og velferðar.
 
Lesa meira