Class: 
color5
SKYNJAÐU, UPPLIFÐU, NJÓTTU

Möguleikar lista í menntun til sjálfbærni

Ásthildur Björg Jónsdóttir kynnir tvöfalda doktorsritgerð sína:
 

List sem hvetur til sjálfbærni:

Möguleikar lista í menntun til sjálfbærni.

 
Það sem er óhefðbundið við rannsókn Ásthildar er að auk þess að vinna verkefnið við tvo háskóla uppfyllir það skilyrði tveggja ólíkra doktorsgráða. Annars vegar greinatengdrar doktorsgráðu (Ph.D.) frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands og hins vegar Doktor of Arts frá myndlistardeild Lapplandsháskóla.
 

Garður

Laugardaginn 9. september kl. 15:00 opnar sýningin Garður í Kamesinu, 5. hæð Borgarbókasafnins, menningarhúsi Grófinni.
 
 
Garður er ljósmyndasería þar sem leitast er við að fanga dulúð plantna með tilliti til og burtséð frá hlutverki þeirra í hönnun almenningsgarðs.
 

Málstofur meistaranema í listkennslu LHÍ

Meistaranemar í listkennslu kynna lokaverkefni sín í málstofum sem eru opnar öllum og fara fram í húsnæði listkennsludeildar, Laugarnesvegi 91.
 
Meistaraverkefni listkennsludeildar eru með margvíslegu móti. Í formi fræðilegra ritgerða, nýs námsefnis, viðburða á vettvangi, eigindlegra rannsókna eða listsköpunar þar sem aðferðum rannsókna er beitt. Verkefnin tengjast kennslu eða miðlun á listum á einhvern hátt.
 

Dagskrá

 
13.00 - 13.20  Kristín Þóra Guðbjartsdóttir
 
Sjónræn rannsóknarvinna