Class: 
color5

Opinn fyrirlestur í Laugarnesi: Baldur Pálsson

Baldur Pálsson, fræðslustjóri Seltjarnarnessbæjar, heldur opinn fyrirlestur í Laugarnesi föstudaginn 8. febrúar. 

 

Miðlun siðferðislegra gilda í skólastarfi

 
Í fyrirlestrinum verður fjallað um hlutverk skóla við miðlun siðferðislegra gilda með áherslu á ábyrgð og skyldur kennara og stjórnenda.
 
Rætt verður um mikilvægi umræðu um siðferðisleg gildi og árangursríkar leiðir við miðlun þeirra.
 

Kristín Valsdóttir ver doktorsritgerð sína: Að verða listkennari – lærdómsferli listamanna

Kristín Valsdóttir, deildarforseti listkennsludeildar LHÍ ver doktorsritgerð sína Að verða listkennari – lærdómsferli listamanna þann 25. janúar kl. 13.00 í Hátíðarsal, aðalbyggingu Háskóla Íslands. 

 
Andmælendur eru dr. Rosie Perkins, Research Fellow í sviðslistum við Royal College of Music, London, og dr. Berglind Rós Magnúsdóttir, dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
 

Opinn fyrirlestur í Laugarnesi: Fegurðin! - Brynhildur Sigurðardóttir

Fegurðin! Spennandi umræðuefni í grunnskólum

 
Brynhildur Sigurðardóttir, heimspekingur, kennari og skólastjóri heldur opinn fyrirlestur í fyrirlestrarsal Listaháskólans að Laugarnesvegi 91. 
 
Í unglingaskólanum Garðaskóla hefur verið kennd heimspeki í mörg ár. Markmið kennslunnar er m.a. að gefa nemendum tækifæri til að þjálfa skapandi og gagnrýna hugsun í gegnum samræðu í hópi jafningja. Heimspekileg samræða byggir á lýðræðislegum gildum og hlúir að forvitni og þekkingarleit þeirra sem taka þátt í henni.