Tónleikamasterklass

Miðvikudaginn 2.mars býður tónlistardeild alla áhugasama velkomna á tónleikamasterklass þar sem nokkrir kennarar deildarinnar taka sameiginlega þátt í að leiðbeina nemendum. Leiðbeinendur að þessu sinni eru þau Guðný Guðmundsdóttir, Þóra Einarsdóttir, Sigrún Eðvaldsdóttir, Svanur Vilbergsson og Peter Máté.

Efnisskrá:

1. Snæbjörg Guðmunda Gunnarsdóttir, sópran: W.A.Mozart: Ach ich fühl's úr Töfraflautunni 

2. Heiður Lára Bjarnadóttir, selló: César Franck: Sónata - 1.kafli

3.Óskar Magnússon, gítar: Mauro Giuliani: Grand Overture 

Klassísk söng-/hljóðfærakennsla

Klassísk söng-/hljóðfærakennsla er þriggja ára nám sem leiðir til B.Mus.Ed gráðu við námslok. Uppbygging námsins svipar mjög til B.Mus náms í hljóðfæraleik.
 
Lesa meira