Klassísk söng-/hljóðfærakennsla

Klassísk söng-/hljóðfærakennsla er þriggja ára nám sem leiðir til B.Mus.Ed gráðu við námslok. Uppbygging námsins svipar mjög til B.Mus náms í hljóðfæraleik.

Áhersla er lögð á fjölþætta þjálfun í hljóðfæraleik en auk þess er áhersla lögð á kennslufræðitengdar greinar og önnur fræði. Markmiðið er að við lok námsins búi nemendur yfir góðri færni á hljóðfæri sitt auk hagnýtrar þekkingar sem nýtist þeim við kennslu barna og unglinga í fjölbreyttu samfélagi. Meðal sértækra námsgreina má nefna kennslufræði, sálfræði, miðlun og þætti tengda samspili og spuna og margt fleira.

Lesa meira