Klassískt söng-/hljóðfærakennaranám er fjölbreytt, krefjandi og skemmtilegt þar sem maður fær leiðsögn hjá góðum kennurum og kynnist frábæru tónlistarfólki. Námið veitir góðan grunn og undirbúning fyrir verðandi tónlistarkennara.
 

Vilborg Hlöðversdóttir

Útskriftartónleikar: Steinunn Björg Ólafsdóttir

Útskriftartónleikar Steinunnar verða 24. maí klukkan 20:00 í Salnum í Kópavogi og eru allir hjartanlega velkomnir. Flutt verða fjölbreytt lög sem spanna allt frá 16. öld til 2017. Ásamt henni munu koma fram þau Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari og Óskar Magnússon gítarleikari.

 

Listaháskólinn og Salurinn, Kópavogi eru í samstarfi vegna Tónleikaraðar Útskriftarhátíðar Listaháskólans og fara fjöldinn allur af tónleikum fram þar.

 

Um Steinunni:

Útskriftartónleikar: Herdís Mjöll Guðmundsdóttir

Útskriftartónleikar af diplomabraut úr Listaháskóla Íslands

Herdís Mjöll flytur verk frá öllum heimshornum og eru þau samin aleg frá tímum barrokksins til samtímans. Á efnisskrá eru Fantasia og Micropieces eftir brasilíska tónskáldið Andersen Viana, síðasta hluta einleikspartitu í d-moll fyrir fiðlu, Ciacconne eftir konung barrokktímabilsins J. S. Bach, Zigaunerweisen eða sígunaljóð eftir Pablo de Sarasate frá Spáni og að lokum sónötu fyrir píanó og fiðlu í c-moll eftir Ludwig. V. Beethoven. Verið hjartanlega velkomin, frítt inn!

Meðleikari er Richard Simm

Píanómasterklass Steven Osborne

Masterklass miðvikudaginn 27.apríl kl. 15:00 í Sölvhóli, Sölvhólsgötu 13.

Allir velkomnir!

Skoski píanóleikarinn Steven Osborne  leikur nú einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands í þriðja skipti. Hann vann til fyrstu verðlauna í Clara Haskil og Naumburg píanókeppnunum og árið 1999 hlaut hann heiðurstitil BBC “New Generation Artist”.

Píanóleikur og upptökur hans hafa hlotið frábæra dóma og viðurkenningar, m.a. BBC Music Award ‘Best of the Year’ Gramophone ‘Critics Choice’, Deutscher Schallplattenpreis, Gramophone Awards o.fl.

Tónleikamasterklass

Miðvikudaginn 2.mars býður tónlistardeild alla áhugasama velkomna á tónleikamasterklass þar sem nokkrir kennarar deildarinnar taka sameiginlega þátt í að leiðbeina nemendum. Leiðbeinendur að þessu sinni eru þau Guðný Guðmundsdóttir, Þóra Einarsdóttir, Sigrún Eðvaldsdóttir, Svanur Vilbergsson og Peter Máté.

Efnisskrá:

1. Snæbjörg Guðmunda Gunnarsdóttir, sópran: W.A.Mozart: Ach ich fühl's úr Töfraflautunni 

2. Heiður Lára Bjarnadóttir, selló: César Franck: Sónata - 1.kafli

3.Óskar Magnússon, gítar: Mauro Giuliani: Grand Overture