Class: 
color3

GESTAGANGUR: Participatory Design in Participatory Music

Miðvikudaginn 15. febrúar klukkan 12:15 halda þau Alice Eldridge og Chris Kiefer fyrirlestur í fyrirlestrasal A í Þverholti 11.

Alice Eldridge er rannsakandi í stafrænni tækni og stafrænum gjörningalistum og er sellóleikari. Bakgrunnur hennar í tónlist, sálfræði (BSc), þróunar- og gagnvirkum kerfum (MSc), tölvunarfræði og gervigreind (PhD) veitir henni innblástur til grunnrannsókna innan vistfræði, tækni og tónlistar sem hún nálgast um miðilinn hljóð.

Exploring Transitions - fyrirlestrar og pallborðsumræður

Dagana 8. – 15. janúar er hópur nemenda og kennara frá Halle í Þýskalandi í rannsóknarleiðangri á Íslandi. Hópurinn kynnir afraksturinn auk þess sem haldnir verða fjórir stuttir fyrirlestrar og pallborðsumræður föstudaginn 13. janúar klukkan 16:00 í fyrirlestrasal A í Þverholti 11.

SNEIÐMYND: Sam Rees - The crude, the bad and the ugly

*English below

Miðvikudaginn 30. nóvember kl 12:15 heldur Sam Rees erindið „The crude, the bad and the ugly“ í fyrirlestraröð hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands, SNEIÐMYND í Þverholti 11, fyrirlestrarsal A.

Sam er aðjúnkt við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands.