Class: 
color3

Misbrigði III: Utangarðs - Hönnunarsýning

Verið velkomin á hönnunarsýningu Misbrigða III: Utangarðs, sem opnar föstudaginn 6. apríl í Listaháskóla Íslands, Þverholti 11, kl. 17 - 19 og stendur opin alla helgina.
 
Opnunartími sýningarinnar er frá kl. 13 -17 laugardag og sunnudag. Hönnunarsýningin kynnir fatnað, unninn af nemendum á 2. ári í fatahönnun í samstarfi við Fatasöfnun Rauða kross Íslands. Hægt er að sjá fatnaðinn í návígi, vinnuferlið, tengt efni og þann hvata sem lá að baki verkefninu.
 

Misbrigði III: Utangarðs

 

Misbrigði III: Utangarðs, er andsvar við vestrænni neyslumenningu og unnið í samstarfi við Fatasöfnun Rauða krossinns á Íslandi.

Verkefnið Misbrigði er nú unnið í þriðja sinn af nemendum í fatahönnun á 2. ári við Listaháskóla Íslands í samstarfi við Fatasöfnun Rauða kross Íslands.  Sá fatnaður og textíll sem unnið er með hefur, fyrir ýmsar sakir lent utangarðs og er ósöluhæfur nema til niðurrifs. 

Önnur sæti

Í höfuðstöðvum Arion banka opnar sýning á verðlaunahugmyndum arkitekta að þekktum byggingum frá síðustu 80 árum á Íslandi, hugmyndir sem hlutu viðurkenningu í arkitektasamkeppnum en ekki var byggt eftir.

Á sýningunni er að finna verðlaunatillögur arkitekta að þekktum byggingum á Íslandi, hugmyndir sem hlutu viðurkenningu í arkitektasamkeppnum en ekki var byggt eftir. Sýningunni er ætlað að varpa ljósi á arkitektúr, ólíka valmöguleika og öðruvísi framtíðarsýn, hvernig hlutirnir hefðu mögulega getað orðið.

Matís X LHÍ

Matarhönnun og afrakstur verkefna verða til sýnis á 1. hæð Hönnunardeildar Listaháskóla Íslands í Þverholti. Þetta er samsýning Matís og Hönnunardeildar Listaháskólans. Boðið verður upp á bragðmiklar rannsóknir og nýsköpun. Afrakstur námskeiða og alþjóðlegra verkefna verður á borðum.

Mæna 2018

Árlegt útgáfupartý Mænu tímaritsins er haldið 15. mars í Hafnarhúsinu. Mæna er tímarit um hönnun á Íslandi sem gefið er út af hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands. Tímaritið er hannað og unnið af þriðja árs nemendum í grafískri hönnun en ritstjórar koma úr hópi kennara deildarinnar.