Class: 
color3

Gestagangur: Kristín Þorkelsdóttir - Autt Blað

Kristín Þorkelsdóttir grafískur hönnunarstjóri og myndlistarmaður heldur opinn fyrirlestur fimmtudaginn 26. apríl í sal A kl. 12:10
Fyrirlesturinn verður á íslensku.

Autt blað: 
Árið 1978 var Kristínu falið að hanna nýja íslenska peningaseðla vegna gjaldmiðilsbreytingarinnar 1981 þar sem gert var ráð fyrir seðlaröð frá tíu krónum og upp í tíu þúsund, en seðlarnir segja að miklu leiti menningarsögu Íslands á myndrænan hátt. Umfjöllunarefni fyririlestursins, tíu þúsund króna seðillinn, er nýjasta viðbótin.

Sigrún Birgisdóttir – Umdeild rými #1 - almenningsrými

Sigrún Birgisdóttir, deildarforseti hönnunar- og arkitektúrdeildar, heldur erindið Umdeild Rými #1 - almenningsrými undir fyrirlestraröð Vettvangs.
 

Vettvangur: Þverfaglegur vettvangur og óræð framtíð er opin fyrirlestraröð í tengslum við samnefnt námskeið þar sem nemendur á öðru ári af öllum brautum hönnunar- og arkitektúrdeildar starfa að þverfaglegum samstarfsverkefnum í Þverholti 11 og á Útskriftarhátíð á Kjarvalsstöðum.

Tískusýning útskriftarnema í fatahönnun

Tískusýning útskriftarnema í fatahönnun við LHÍ fer fram í Lækningaminjasafninu á Seltjarnarnesi. Á sýningunni kynna nemendur útskriftarverkefni sín eftir þriggja ára nám við skólann.

Tískusýning útskriftarnema í fatahönnun er hluti af viðamikilli dagskrá útskriftarhátíðar Listaháskóla Íslands. Verk útskriftarnema verða síðar til sýnis á útskriftarsýningu, BA nema í hönnun og myndlist, á Kjarvalsstöðum sem opnar 5. maí næstkomandi.

Berglind Sunna Stefánsdóttir - Designing Collaboration: Using systemic design for collaborative processes

Berglind Sunna Stefánsdóttir KaosPilot, verkefnastjóri og ferilhönnuður heldur erindið Communicating and working with people is an essential and unavoidable part of managing any kind of project undir fyrirlestraröð Vettvangs.

Í erindi sínu mun hún fjalla um þær áskoranir hópavinnu og hvernig hægt er að nýta tól samfélagshönnunar og fræða til þess að ná fram árangursríku samstarfi.

Fyrirlesturinn verður á ensku.