„Fylling í svellandi hug“
Getur innhverf íhugun eflt sköpun? 

 
Markmið þessa verkefnis er að athuga hvort vedísk vísindi Maharishi og hagnýt hlið þeirra, innhverf íhugun og innhverf íhugun sidhi-tæknin, séu vænleg leið til þess að uppfylla betur markmið menntunar um sköpun.
 
Í þeim tilgangi skoða ég markmið um sköpun í Aðalnámskrá og þá fræðilegu orðræðu sem hún byggir á, einkum út frá hugmyndum um sjálfið, sjálfsþroska og sköpunarmætti einstaklingsins andstætt sköpun í náttúrunni.
 
 
thumbnail_art_and_the_unified_field.jpg
 

 

Rannsóknir á áhrifum innhverfrar íhugunar á sköpun eru skoðaðar og skýringar vedískra vísinda Maharishi lagðar til grundvallar rökstuðningi fyrir því að þroska megi hæfileika einstaklingsins til að skapa með því að veita honum kerfisbundið reynslu af uppsprettu allrar sköpunar, það er að segja hljóðasta sviði eigin vitundar.
 
 
 
thumbnail_art_and_the_unified_field_2.jpg
 

 

Niðurstaða mín er sú að vedísk vísindi Maharishi séu ekki aðeins vænleg leið til þess að auka sköpunarmátt og þar með markmið menntunar um sköpun heldur jafnframt leið til þess að stuðla að alhliða þroska einstaklingsins og hækka vitundarstig samfélagsins.
 
Að lokum skoða ég hvaða áhrif þessi niðurstaða kann að hafa á list og listkennslu.
 
 
 
nd7_2016-09-17_0166_ps_sml.jpg
 

 

 
Daníel Perez Eðvarðsson
danielperez [at] internet.is
Leiðbeinandi: Guðbjörg R. Jóhannesdóttir
20 ECTS
2020