Co-Branding
Odee

Samauðkenning er það nefnt þegar tvö eða fleiri vörumerki sameinast um að auðkenna vöru eða þjónustu og mynda þannig bandalag. Hvert vörumerki leggur fram sitt auðkenni til þess að skapa nýja heild. Tilgangur samauðkenningar er að blanda saman styrkleika vörumerkjanna til að skapa jákvæða ímynd sem leiðir til verðmætaaukningar.

Ég bauð nokkrum af stærstu markaðsfyrirtækjum landsins til samstarfs og sendi þeim teikningu af sýningarrýminu. Þar hafði ég merkt inn sex svæði fyrir listaverk. Fyrirtækjunum bauðst að greiða 150.000 kr hvert fyrir að fá að skapa eitt af verkunum mínum.

Fyrirtækin skapa þannig verk og koma því fyrir á sýningunni án aðkomu minnar eða ritskoðunar. Ég set í kjölfarið nafnið mitt undir hvað sem þau hafa skapað fyrir mig.

Facebookviðburðu

co-branding_insta_odee.png
 
odee.png

Odee

Listamaðurinn Odee hefur vakið mikla athygli hér heima og erlendis fyrir áhugaverða listsköpun td með listgjörningnum MOM air. Hann vinnur mest með hugmynda- og gjörningalist sem byggir á menningarbrengli, eða culture jamming. Verkin eru listrænt inngrip í samskiptamáta fyrirtækja og stofnana, eins og tildæmis auglýsingar, samfélagsmiðla, falsfréttir osf sem oftar en ekki snýr veruleika áhorfandans á hvolf.

Myndir frá einkasýningunni CO-BRANDING // Odee