Hvers og eins 

Olía á striga, MDF plötur, járnteinar

Frá því að ég var 9 ára gömul hefur mér verið sagt að til þess að vera falleg og fullkomin þurfi ég að láta breyta í mér tönnunum. Ég hef sjálf gengið í gegnum strangt tannréttingarferli yfir margra ára tímabil sem byrjaði þegar ég var of ung til þess að hafa mikið um það að segja.  

Með þessu verki er ég að leysa upp hið fullkomna bros.  

Ég tek 6 mismunandi tanngarða og geri þá að einum, hin fullkomna mynd.  

Tek persónuna út og geri listaverk. Fullkomið er á floti. 

Allar eins, með einum lit, sem er ekki hinn eftirsótti litur tanna.  

Ég er að stíga inn í spor þess sem mótar útlit munnsins. Ég nýti frelsi listaverksins, til að varpa fram spurningum um fullkomleika. 

Ég er tannlæknirinn, ég ákveð hvað er rétt eða rangt, púsla saman ólíku fólki.  

Ég tek völdin í mínar hendur og geri eitthvað nýtt.  

Tek valdið aftur til mín. 

Ég leysi upp hið fullkomna bros. 

19._brynja_run_gudmundsdottir_brynjarun00gmail.com-5.jpg