Að vaxa í gegnum skapandi ferli
Hvernig getur skapandi nám og samþætting námsgreina glætt áhuga nemanda á umhverfi og stuðlað að auknum sjálfsskilningi og vexti?

 

Í þessari rannsókn beini ég sjónum mínum að sköpunarferlinu og samþættingu námsgreina með það að markmiði að búa til námsverkefni í myndlist með framangreint að leiðarljósi. 
 
Í rannsókninni eru kynntar skapandi námsleiðir þar sem nemendur fá tækifæri til að taka virkan þátt í undirbúningi og mótun viðfangsefna hverju sinni og verða tekin dæmi úr skólastarfi, auk mynda sem lýsa verkefnum. Markmið mitt er að rannsaka sköpunarferlið; hvernig skapandi nám og samþætting námsgreina getur glætt áhuga nemenda á umhverfinu og stuðlað að auknum sjálfsskilningi og vexti. Ég spyr auk þess spurninga um hlutverk kennara í ferlinu.
 
Að vaxa í gegnum skapandi ferli krefst þess að þú takir meðvitaða ákvörðun um að þú viljir kenna og læra með aðferðum lista. Það krefst þess að þú sért vakandi og móttækilegur fyrir góðum hugmyndum og aðferðum því að þær gætu verið á vegi þínum hvar sem er og hvenær sem er. Ég trúi því að athöfnin í sjálfri sér, ferlið við að skapa hjálpi okkur að kjarna okkur og sýna heiminum hver við erum. Hvort sem það er skrifaður texti, mynd sem þú málar, húfa sem þú prjónar eða leikfang sem þú smíðar þá lærir þú eitthvað um sjálfan þig og hvernig þú getur notað sköpunarkraft þinn og hæfileika til að miðla til annara og hvetja.
 
Sköpunarferlið er gefandi í sjálfu sér en það getur vissulega líka verið sársaukafullt og viðkvæmt ferli. Að vaxa í gegnum skapandi ferli er áskorun!
 
Námsverkefnin sem fylgja með ritgerðinni miða að því að vera valdeflandi og hvetja nemendur til að taka þátt í skapandi námsleiðum.
 
Námsverkefnin eru á vefsíðunni: namsverkefni.is eða https://sites.google.com/view/namsefnimyndlist/home
 
bryn_1.jpeg
 
Brynhildur Kristinsdóttir
bilda [at] simnet.is
Leiðbeinandi: Ingimar Ólafsson Waage
30 ECTS
2022