Ef kynlíf er ekki jákvæð upplifun, er það þá kynlíf?

„Það mótaði ótta, hræðslu og skömm um að vera forvitinn um kynlíf. Það er mikil skömm í mér frá því úr æsku að tala um kynlíf, mér finnst ekki þægilegt að tala um kynlíf.” (Reykvíkingur f. 1998).

Skekkt viðhorf til kynlífs eru algeng og hefur umræðan um kynlíf verið tabú lengi. Algengt er að fólk sjái kynlíf í klámi eða bíómyndum sem er oftast afar frábrugðið raunveruleikanum. Það skiptir því máli að tala meira um kynlíf. Samtal um kynlíf ætti fyrst og fremst að snúast um samþykki og traust. Ef fólk er meðvitað um þessi atriði getur það betur kannað hvað fullnægir því og hvað það langar gera. 

6._bryndis_magnusdottir_bryndis19lhi.is-7.jpg