Fyrir hverja er námskeiðið: Námskeiðið er opið fólki með myndlistarmenntun sem vill sækja sér símenntun. Valnámskeið í bakkalárnámi í myndlist.
 
Í námskeiðinu er fjallað um bókverk íslenskra og erlendra myndlistarmanna frá sjöunda áratugi 20. aldar til samtímans ásamt því að forsaga þeirra er rakin. Áhersla er lögð á að greina sérstöðu bókverka og þróun þeirra í samhengi við aðra miðla sem myndlistarmenn nota til listsköpunnar auk skörunar þeirra við aðrar listgreinar: skáldskap, tónlist, sviðslistir, o.fl. Einstök skynhrif er bókverk kalla fram verða greind og spurningum varpað fram um tengsl rök- og ljóðrænar listhugsunar, texta, forma, mynda, lita og hljóða í bókverkum. Unnið verður með fjölda ólíkra bókverka, orð listamanna um verk sín jafnt sem fræðilegt samhengi þeirra. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð nemenda, listsköpun og nýjar rannsóknir á bókverkum.
 
Námsmat: Hópverkefni, rannsóknarverkefni og bókverk 
 
 
Staður og stund: Þriðjudögum kl. 8:30 - 10:10, Laugarnesvegi 91
 
Tímabil: 14. janúar - 24. mars 2020
 
Einingar: 4 ECTS
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara. Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð:  49.000 kr. (án eininga) / 61.200 kr. (með einingum).
 
Forkröfur: BA gráða eða sambærilegt nám.
 
Nánari upplýsingar: Sindri Leifsson, verkefnastjóri myndlistardeildar: sindrileifsson [at] lhi.is