Listaháskóli Íslands leitar eftir áhugasömum einstaklingi í öflugt teymi bókasafns- og upplýsingaþjónustu skólans. Leitað er eftir starfsmanni sem mun sinna upplýsingaþjónustu, fræðslu og rannsóknum. Um fullt starf er að ræða.
Meðal verkefna eru:
 • Afgreiðsla á safni
 • Upplýsingaþjónusta
 • Kennsla/fræðsla í upplýsingalæsi og þjónusta og aðstoð við nemendur og kennara
 • Þátttaka í starfsemi væntanlegs ritvers LHÍ
 • Gerð fræðsluefnis og leiðbeininga 
 • Vinna við skil lokaverkefna í Skemmu
 • Vinna við uppbyggingu safnkosts með áherslu á rafræn gögn
 • Þátttaka í uppbyggingu safnsins sem rannsóknarmiðstöðvar á sviðum lista
Menntun, reynsla, hæfni
 • Háskólapróf í bókasafns- og upplýsingafræði eða önnur viðeigandi háskólamenntun
 • Starfsreynsla af bókasafni og upplýsingaþjónustu æskileg
 • Mjög góð tölvuhæfni og reynsla af netheimum
 • Mjög gott vald á íslensku og gott vald á ensku
 • Hæfni til að miðla efni í töluðu og rituðu máli
 • Mjög góð samskiptahæfni, jákvætt viðmót og rík þjónustulund
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

Ráðið er í starfið frá 1. október 2019 eða samkvæmt samkomulagi.

Umsóknum ásamt ferilskrá skal skilað rafrænt eigi síðar en mánudaginn 20. september á netfangið starfsumsokn [at] lhi.is, merkt: Starfsmaður bókasafns- og upplýsingaþjónustu LHÍ.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Rósa Bjarnadóttir, forstöðumaður bókasafns- og upplýsingaþjónustu, í tölvupósti: rosa [at] lhi.is.
Farið verður með umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Skólinn áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.
Sjá nánar um starfsemi Listaháskóla Íslands á vefsíðu skólans.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Rósa Bjarnadóttir, forstöðumaður bókasafns- og upplýsingaþjónustu, í tölvupósti: rosa [at] lhi.is.