Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið hentar fyrir þau sem hafa áhuga á að tileinka sér verklega bókagerð og kynna sér samtvinnaða sögu bókverks og lista. Valnámskeið í meistaranámi í listkennslu. 
 
Í námskeiðinu fer fram verkleg kennsla í handgerðu, einföldu bókbandi. Nemendur munu kynnast nokkrum tegundum bókbands og búa í lokin til sitt eigið bókverk, þar sem allt helst í hendur, bókband, efnisval og innihald bókarinnar. Einnig verður fjallað um bókverk almennt og hvernig bækur og listir hafa spilað saman í gegnum tíðina.
 
Námsmat: Virkni, þátttaka og verkefnaskil.
 
Kennari: 
 
Staður og stund: Laugarnes, tilkynnt síðar.
 
Tímabil: Tilkynnt síðar.
 
Einingar: 2 ECTS.
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
 
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð: 30.500 kr. (án eininga) / 40.800 kr. (með einingum).
 
Forkröfur: BA. gráða eða sambærilegt nám. 
 
Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri listkennsludeildar. olofhugrun [at] lhi.is / 545 2249