Blingalingaling
Iðunn Gígja Kristjánsdóttir

í eitt lítið augnablik
má sjá lítið blingaling

glitrandi
blikk klikk

ljósbrot í dropa

ég heyri hljóð í formunum
og formin verða að verum

og verurnar eru hreyfing
og hreyfingin er tilfinning
og tilfinningin er lítil gersemi

gjöf til mín
til að spegla mig í.

 

Smelltu hér til þess að sjá viðburðinn á facebook.

img_0364_idunn_gigja_kristjan.jpeg
 

Iðunn Gígja Kristjánsdóttir

Iðunn Gígja Kristjánsdóttir sækir innblástur verka sinna í innra tilfinningalíf, drauma og náttúru og nýtir bakgrunn sinn í tónlist, sviðslistum og teikningu til að miðla áfram ákveðnu hugarástandi, skynjun eða tilfinningu. Verkin eru gjarnan unnin í samspili milli tveggja eða fleiri miðla til að skoða áhrif þeirra hvert á annað, auka upplifun áhorfandans og jafnframt skerpa á þeirri samskynjun sem á sér stað í hugmyndaferlinu.