Birta Rós Brynjólfsdóttir
http://cargocollective.com/birtaros
birtarobr [at] gmail.com
 

Um leið og nýtt jarðsögutímabil virðist vera gengið í garð – „Anthropocene“ eða mannskeiðið – verða hraðfara breytingar í lífhvolfi jarðarinnar. Aukin kolefnislosun vegna athafna mannsins er að gjörbreyta flestum vistkerfum og í kjölfarið hefur hafið, sem þekur um 70% af yfirborði jarðar, byrjað að súrna með ófyrirséðum afleiðingum.

Verkefnið Kalka er tilraun til að sporna við súrnun hafsins. Með aðferðinni „Biorock“ er sterkt og endingargott efni ræktað í hafinu á sjálfbæran hátt. Efnið má nota sem byggingarefni eða til framleiðslu á margskonar hlutum sem síðan má skila aftur til sjávar eftir notkun. Í sjónum bindur efnið koltvísýring og þannig minnkar efnið áhrif losunar gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið.