Lífsmynd

Oft á tíðum er litið á aldraða sem staðlaðan hóp fólks, „gamla fólkið.“ Eldra fólk hefur lifað heila ævi, hvert og eitt við sínar sérstöku aðstæður sem hefur skapað þeim einstök örlög. Það er ansi erfitt að fara að flokka slíkan hóp undir einn hatt. Mannkynið lifir nú lengur, sem veldur því að hópur eldra fólks fer ört vaxandi.

Lífsmynd varpar ljósi á kjarna tíu ólíkra einstaklinga. Tíu ólík örlög sem mynda ólík form vasa. Fjölgun í hópi aldraðra er ekki félagslegt vandamál heldur mannauður sem gæti haft stórkostleg áhrif á komandi áskoranir sé þessum hópi gefin rödd og pláss.

5._birna_sisi_johannsdottir_birnaj19lhi.is-1.jpg