Þessi vetur er langur. Það er lokasýning í maí en þangað til hún verður er enn þá vetur. Í veðurfréttum eru bara myndir af sól með skýi. Eða bara ský. Kannski ský með snjókorni.
Í maí er samt spáð sól með engu skýi. Það er samt frekar leim. Enginn nennir að sjá landslagsmynd sem hefur ekki einusinni að bera eitt ský. 
 
Það að sjá felur alltaf í sér ákveðið sjónarhorn sem einstaklingurinn sem sér upplifir. Grátt ský með snjókorni getur verið, eins og í veðurspám, eitthvað grátt og ómögulegt og fokk ég fer aldrei út úr húsi aftur það eru grá ský alla næstu viku. Skynjun okkar fer eftir okkur sjálfum. En þar sem Evrópa er full af skynjununni á fögru blómstrandi vori og þeim raunveruleika sem þar er að finna, glitrandi vötnum og skuggsælum trjám, þá ættum við að hafa til myndir af skynjun af okkar raunveruleika. Með blokkaríbúðum, gráu skýi og snjókorni og fólk inni í húsum því það er lítil unun í því að eyða meiri tíma utandyra en þarf. Raunveruleiki og skynjun á raunveruleika eru mismunandi fyrirbæri, og skynjunina mætti telja sem raunverulegri raunveruleika þar sem hún er upplifun okkar á honum. Föst eftirmynd raunveruleikans hylur umhverfið með sannleika sýnum og gleypir hann en líkneski raunveruleikans dregur fram tilfinninguna sem við skynjum í umhverfinu.
Kaldur og grár vetur er það sem við höfum en sem betur fer er nóg af skýjum. Alla vegna þangað til þegar þessir fjórir dagar í maí koma.