Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið hentar fyrir þau sem vilja tileinka sér stílbrögð barokktónlistar. Námskeiðið er valnámskeið á BA stigi tónlistardeildar.
 
Á námskeiðinu verða skrifaðar stuttar tveggja radda laglínur með mismunandi yfirbragði og ólíkum takttegundum. Skreytitónar, biðtónar og tengitónar meðhöndlaðir. Loks verða mismunandi form skoðuð, svo sem menúettar, ground, passacaglíur og chaconnur. Æfingar gerðar í þessum formum.
 
Námsmat: Heimaverkefni og lokaverkefni.
 
Kennari: Gunnsteinn Ólafsson
 
Staður: Skipholt 31.
 
Tímabil: Nánari upplýsingar síðar.
 
Einingar: 3 ECTS.
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
 
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð: 36.750 kr. (án eininga) /  45.900 kr (með einingum).
 
Forkröfur: BA. gráða eða sambærilegt nám.
 
Nánari upplýsingar:  Elísabet Indra Ragnarsdóttir, verkefnastjóri tónlistardeildar: indra [at] lhi.is.