Fyrir hvern er námskeiðið: Námskeiðið hentar fyrir þau sem hafa hug á að stýra barna- og unglingakórum. Valnámskeið í meistaranámi í listkennslu. 
 
Námskeiðið tvískipt. Annars vegar verða verklegir tímar þar sem fjallað verður um starf barnakórstjóra og farið verður í aðferðir og leiki til upphitunar barnakóra og unnið verður með valin kórverk. Einnig verður fjalla um barnsröddina og hvað ber að varast og/eða leggja áherslu á í vinnu með ungum röddum. Hins vegar halda nemendur utan um sönghóp í nokkurn tíma, velja í samráði við kennara efni, kenna það og flytja (stjórna). 
 
Námsmat: Símat, sjálfsmat og jafningjamat.
Kennari: Álfheiður Björgvinsdóttir
Deild: Tónlistardeild
Tímabil: 13. september til 13. október 2022, sex skipti
Staður og stund: Kársnesskóli og Fríkirkjan
1. tími: 13. september, Kársnesskóli, kl. 14:00-16:00
2. tími: 20. september, Kársnesskóli, kl. 14:00-16:00
3. tími: 4. október, Fríkirkjan, kl. 14:00-18:00
4. tími: 6. október, Kársnesskóli, kl. 14:00-16:00
5. tími: 11. október, Fríkirkjan, kl. 14:00-18:00
6. tími: 13. október, Kársnesskóli, kl. 14:00-16:00
Forkröfur: Bakgrunnur í tónlist
Einingar: 2 ECTS.
Verð: 30.500 kr. (án eininga) / 40.800 kr. (með einingum).
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri Listkennsludeildar, olofhugrun [at] lhi.is / 545 2249
Vinsamlegast athugið að skólinn er lokaður í júlí og unnið verður úr umsóknum í ágúst