Aldauði

Aldauði eða útdauði er það þegar tegund lífveru deyr út, þ.e. finnst hvergi lifandi á jörðinni, með öllu horfin úr heiminum, ekki lengur til. Fuglar hafa fangað hug og hjörtu manna um aldaraðir. Lengi höfum við dáðst að margbreytileika þeirra, litadýrð og sönghæfileikum. Aldauði er bókverk sem byggir á rannsókn á samlífi fugla og manna í gegnum tíðina, allt frá fornöld til dagsins í dag. Kveikja verkefnisins er ævilangur áhugi höfundar á fuglum og hryggð yfir því hversu hratt þeir eru að deyja út af mannavöldum. 

15._audur_omarsdottir_auduromarsgmail.com_-14.jpg