Vegferð

Langur og hlykkjóttur vegurinn eftir Þyrilsnesi verður að táknmynd fyrir vegferð einstaklinga  með fíknivanda á leið sinni í átt að bata. Líkt og æðarfuglinn, sem staldrar stutt við en finnur  þrátt fyrir það öryggið í einangrun nessins til að finna ungum sínum farveg inn í lífið, gefst  einstaklingum í bataferli kostur á að dvelja þar um stund, og að finna innra  jafnvægi til að takast á við daglegt líf í samspili við náttúruna. Á þessum forsendum byggist samfélagið upp og hreiðrar  um sig í landslaginu á enda nessins með rýmum sem bjóða upp á öryggi og kyrrð.  

9._audur_asta_brynjolfsdottir_audur19lhi.is-11.jpg